mánudagur, febrúar 27, 2006 

Hér verður fullyrt

Búendum á Héðinsvík II votta ég virðingu mína en þeir eru að berjast fyrir því að viðhalda lifnaðarháttum sínum. Á meðan bæjarstjórnir og stórfyrirtæki segja fólki hvar og hvar það á ekki að búa dansa fáklæddar manneskjur trylltan dans um götur Rio de Janeiro. Sumar þeirra ætla síðan að gera eitthvað sem þær geta séð eftir næstu vikur meðan þær fasta og iðrast. Ofát, ofdrykkja, ofkynlíf, nefndu það.

Skrifað af Jóni Emil -


 

ARRGGHHH !!!!!!

Ég var sko búinn að skrifa alveg ótrúlega langa og áhugaverða færslu um losun gróðurhúsalofttegunda og áhrif þess á veðurfar 21. aldarinnar en síðan krassaði blogger og færslan hvarf!

Nei ég er að grínast, hérna eru myndir


Þetta er víst alveg týpísk jommamyndÞetta aftur á móti er held ég ekki týpísk jommamynd (takið eftir dópistabaugunum)


Nú vitum við af hverju kettir sjá vel í myrkri


Blóm

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, febrúar 23, 2006 

Eins og þið vonandi sjáið það er ég eitthvað að fikta í bloggsíðunni. Setjandi nýjan haus og einhverja tónlist inn á þetta. Þetta er auðvitað aðeins á byrjunarstigi og á eflaust eftir að breytast í nánustu framtíð. Eins og er eru bara þrjú lög, en það á vonandi eftir að breytast.

Annars vil ég bara segja það að ég styð ekki endilega að fólk sé að stela tónlist á netinu. Auk þess veit ég frekar lítið um hvort að það sé bannað að setja tónlist annarra, sem maður er búinn að borga fyrir, inn á heimasvæðið sitt. Vil bara taka það fram að ég met tónlistarmennina mikils og hvet alla til að styðja við bakið á þeim með því að kaupa eitthvað af diskunum þeirra.

En nú spyr ég. Veit einhver hvað vantar inn á myndina sem er hér efst á síðunni?

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, febrúar 22, 2006 

Vonbrigði

Að ná bara 5 tíma svefni
Að ruglast á clockwise og counterclockwise
Að missa af Chelsea - Barcelona
Að Chelsea skuli tapa
Að fotbolti.net segi að leikurinn hafi verið rosaleikur
Að engin skyldi taka leikinn upp
Að fá hlessing

en svona er þetta bara, shit happens

Skrifað af Jóni Emil -


 

afleit hugmynd

Það er afleit (afleidd?) hugmynd að diffra tvisar sömu helgina. Maður verður ruglaður og botnar lítið í myndum eins og þessum. Síðan skrifar maður líka færslur sem fáir ef einhverjir skilja.

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, febrúar 20, 2006 

Veit einhver hvar þessi var tekin?

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, febrúar 19, 2006 

Mæli með því að þið farið á www.kvikmynd.is og horfið á myndbandið með hlæjandi fjórburum. Það er himneskt.

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, febrúar 18, 2006 

Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, febrúar 17, 2006 

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, febrúar 15, 2006 

upphitun 2Hvað er pabbi Einars Áskels að gera í þessari myndasögu?
Skemmtilegar myndasögur á:
http://www.wulffmorgenthaler.com/

Skrifað af Jóni Emil -


 

upphitun 1

Da Vinci Lykillinn í kiljuformi kostar:

Í Máli og Menningu krónur 1395
Í Bóksölu Stúdenta krónur 560 -5% stgr. aflsláttur, það myndi vera 532 kr
Í Úlfarsfelli?

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, febrúar 13, 2006 

Stundum finnst manni eins og það sé ekkert sérstaklega mikið að gera en samt hefur maður engan tíma fyrir annað en nákvæmlega það sem maður er að gera. Þannig hefur það verið undanfarna daga, heimadæmi, verkbók, æfingar. Lítið annað hefur komist að. Það fer samt vonandi að breytast eitthvað svo ég geti skrifað eitthvað skemmtilegt inni á þessa síðu.

skemmtileg mynd

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, febrúar 09, 2006 

SPACE RACE

Það er kannski frekar seint í rassinn gripið að vera að mæla með þættinum Space Race sem sýndur er á fimmtudagskvöldum í Sjónvarpinu. Núna er bara einn af fjórum þáttum eftir. Þættirnir, eins og nafnið gefur til kynna, fjalla um geimkapphlaupið og mennina á bak við það og hafa reynst mjög fræðandi og skemmtilegir. Ég hef of velt því fyrir mér hvernig það sé að vera fyrstur manna út í geim. Fyrsti maðurinn til að horfa á nokkrar heimsálfur í einu. Fyrsti maðurinn til að finna fyrir þyngdarleysi. Og fyrsti maðurinn til að sjá sólina rísa á ógnarhraða og lýsa upp heimsbyggðina. Ég fæ hroll. Mynduð þið bjóða ykkur fram í slíka för ef það væru 25% líkur á því að flaugin myndi springa í tætlur á leiðinni upp og 25% líkur á því að þið mynduð aldrei komast niður aftur? Mynduð þið hætta lífi ykkar til að gera minningu ykkar ódauðlega ef þið vissuð að ef ferðin skildi mistakast myndi nafn ykkar aldrei berast til fjölmiðla? Fiftí/fiftí, gleymdur/geymdur.

Horfði pínu á Grammy verðlaunin í gær. Mér fannst Coldplay ekki sérstakir live, lagið sem hann söng krefst þess að röddin sé alveg tær og næst því einungis í stúdíói. Síðan finnst mér líka asnalega að U2 fái verðalaun fyrir bestu rokkplötuna.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, febrúar 05, 2006 

Kisur

Var að vinna í tilraun sem að fjallaði um ljósgeisla en skildi ekki alveg fræðina á bakvið hana. Fann mig þess vegna knúinn til að stúdera þá hluti í kringum mig sem að hefðu eitthvað að gera með glerprisma og kúpta spegla. Ég tók myndavélina með mér til þess að allt væri nú sem best dokúmenterað og svo að peningarnir myndu nú passa og svona.
Heyrði ég þá einhver hljóð úti í garði. Það voru nágrannakisan og hin góðhjartaða Hríma.
Kisan fnæsti og Hríma grét því að hún vildi vera vinur hennar. Hún varð hrædd og hljóp þangað sem hún var örugg og fólk kunni að meta hana.
Simba, einum besta vini Hrímu fannst nágrannakisan hafa verið dónalega. Hann ákvað að gera eitthvað í málunum. Hann skildi kenna þessari óhappakisu lexíu.Nágrannakisan var bara "voddafokk" ætlar einhver rindill að koma í slag við mig? En hún var líka pínu hrædd því að hún hafði aldrei farið í slag við ljón áður.Simbi færði sig nær kisunni. En stoppaði þó nokkrum sinnum á leiðinni.


Kisan var enn þá pínu hrædd en samt ekki sko. Hún vissi að hún væri fljótari en Simbi og líka stærri. Hún ætti því einfaldlega að ráða við hann.

Kisan byrjaði á því að sniffa á rassinum eins og er venja. En greip síðan í skottið á simba og fleygði honum upp í loftið.
Aumingja Simbi lá rotaður á jörðinni.


En kisan ullaði bara á mig og hljóp síðan burtu á vit nýrra ævintýra.
Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, febrúar 03, 2006 

Það er vont...

að labba á hurð. Og maður fær kúlu, eins og Einar Hólmgeirs.

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, febrúar 01, 2006 

Foreldrafélög

Veturinn sem að 85 árgangurinn byrjaði í MR fékk einhver mamma eða pabbi hugmynd um að gott væri að stofna félag foreldra, svokallað foreldrafélag. Skólayfirvöldum og nemendum fannst það frekar skrýtið þar sem að nemendur skólans væru nú orðnir ansi stálpaðir og jafnvel sjálfráða. Nú byrjar 85 árgangurinn í Háskólanum og viti menn, einhver finnur sig knúinn til að stinga upp á stofnun félags foreldra. Spurning hvort að einhver nýútskrifaður MR-ingur sé ofverndaður?

Ofverndun getur örugglega verið þægileg á tímum en líka dáldið pirrandi. Ég tók eftir því að mamma væri aðeins að slaka á í umhyggjuseminni þegar hún gaf mér euroshopper tannkrem.

Skrifað af Jóni Emil -