« Home | Er gaman að blogga? » 

mánudagur, júlí 18, 2005 

Já,

en ég kann bara ekkert á html...

Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir. Fór til Salamanca á Spáni til þess að keppa í IPho 2005. Það gekk ekkert allt of vel hjá mér en hann Einar Búi stóð sig með ágætum og landaði Honourable Mention. Flugið var mjög snemma og er ég klöngraðist hálfsofandi með ferðatöskuna upp stigann tókst mér að detta og snúa öklann. Það fyrsta sem mamma sagði þegar hún heyrði ópin var "fall er fararheill". Stuttu seinna kom leigubílinn að sækja okkur. Þegar Gulli sá að ég haltraði sagði hann "jæja, fall er faraheill" en nú veit ég betur. Það munaði reyndar litlu að ég missti af flugvélinni frá Keflavík til Heathrow vegna þess að mér tókst að týna boarding passanum í fríhöfninni. Ég haltraði eins og brjálæðingur um búðina þar sem ég keypti X&Y og In Your Honour (er ég ekki týpískur gæi) meðan félagar mínir biðu eftir mér hjá hliðinu. Að lokum gafst ég upp og lagði örlög mín í hendur starfsmannanna við hliðið. Um leið og ég hafði lokið við að útskýra fyrir þeim hvað orðið hafði um miðan minn heyrðist í kallarakerfinu eitthvað í líkingu við "Mr. Gudmundsson, Mr Gudmundsson, please return to the information desk for your boarding pass." Mikið var ég glaður. Á Heathrow keypti ég Beckham sköfuna (týpískt?). Meðan ég var úti hugsaði ég mikið um að ég þyrfti að skrifa eitthvað á þessa síðu. Nennti því ekki. Enda var þessi ferð ekkert í líkingu við ævintýrin í Grikklandi.

Síðan kom ég heim og fór beint út á Snæfellsnes. Þar var alveg ótrúlega gaman. Takk fyrir komuna og takk fyrir mig. Endilega kíkið á myndirnar.

Skrifað af Jóni Emil -