sunnudagur, nóvember 27, 2005 

Kötturinn fer sínar eigin leiðir,

var boðskapur barnasögu einnar. Síðan þá höfum við, sem eitt sinn vorum börn, haldið því fram að kötturinn sé sinn eiginn herra, örlagavaldur og félagi. En ég þekki kött, kannski ósköp venjulegan kött, sem veit ekki hvað hann vill. Hann mjálmar og mjálmar og horfir út um gluggann og þegar glugginn hefur verið opnaður stekkur hann upp í sillu og horfir meira út um gluggann. Það kemur fyrir að þessi köttur troði hausnum út um rifuna á glugganum og teygi líkamann mót frelsinu og fegurðinni sem býr fyrir utan. En oftast labbar hann bara í hringi á litlu sillunni sinni. Mjálmar uppgjafarmjálmi, horfir á mig, stekkur niður og fer í kassann sinn. Ó hvað ég myndi óska að þessi köttur hefði kjarkinn sem þarf til að halda út á vit ævintýranna sem sinn eiginn herra, örlagavaldur og félagi.

Jæja, úr einu yfir í annað.

Topp tíu listi þessa fortnights er tileinkaður þemanu frægir Íslendingar. Athugið að listinn er ekki í röð eftir "frægð" fólks. Heldur raða ég myndunum eftir því hvað mér finnst þær skemmtilegar.

10. Það kæmi mér ekki á óvart ef hér væri tveir dúxar á ferð. Annar úr MS en hinn úr MR. Annar í lögfræði en hinn í stærðfræði. Þessir tveir, ásamt undirrituðum, spjölluðu saman á skemmtistað skemmtistaðanna, HVERFIS.

9. Hér eru tveir myndarlegir menn á ferð. Annar kannski myndarlegri en hinn og annar kannski frægari en hinn. En það gæti breyst á einni nóttu. Ég man reyndar ekki hvað annar hét. Enda hef ég aldrei verið áskrifandi að stöð tvö.

8. Maðurinn er frændi minn, en reyndar ekkert obboðslega frægur. Hann er samt pínu frægur og dóttir hans reyndar líka. Hann vinnur hjá RÚV og sér meðal annars um að Svenni og ég fáum okkar vikulega skammt af spaugstofunni. Dóttir hans heitir Birta Björnsdóttir og já, þeir sem vita hver það er eru kannski töff. Björn Emilsson ásamt aðdáendum.

7. Þetta mun vera nafni minn og líklega frægasti maðurinn á þessum lista. Jónsi í...

6. Rauðhærður með sítt að aftan! Töff. Leikur með Tottenham! Töff. emmihall.com! Töff. Kosinn verst klæddi leikmaður Tottenham (óstaðfest)! Töff. Emil Hall í double decker.

5. Í fyrstu líkaði mér ekkert sérstaklega vel við þennan mann. Ég man þegar hann birtist hjá Hemma Gunn í leðurbuxum með loðinni klauf (eða hvað sem það er nú kallað). Á sínum tíma fannst mér það bara ekkert töff. En já Hemmi minn, tímarnir breytast og mennirnir með. Frábær náungi!

4. Hvort segir maður augabrúnir eða augabrýr?

3. Eitt það skemmtilegast sem ég hef gert í miðbæ Reykjavíkur um nótt var að tala við þessa. Mjög fyndnir og skemmtilegir kallar og sem betur fer taka þeir gríni. Þrí kíngs.

2. Líklega í fyrsta skiptið sem ég táraðist við lestur bókar var þegar ég las *** **** ** *********. Hin manneskjan er ekki síður fræg, og var síðast þegar ég vissi komin til Svíþjóðar til að leika ***********. Maðurinn á meira segja eins skyrtu og ég!

1.

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, nóvember 24, 2005 

Kæri Sáli,

Mér hefur liðið mjög skringilega undanfarna daga. Og þá er ég ekki að tala um náran eða öklan á mér. Þetta er meira svona inni í mér.

Like a soul with out a mind
in a body without a heart
i'm missin every part

Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Þetta byrjaði allt þegar...

.
.
.

How can you know it if you don't even try

Já það er góður punktur hjá þér. Kannski að ég láti bara reyna á það.

Þakka þér kærlega fyrir

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, nóvember 23, 2005 

Fótboltameiðsl

sökka!

Næsti topp tíu listi kemur á sunnudaginn.

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, nóvember 19, 2005 

Gula byltingin

Hér verður fullyrt:

Það skemmtilegast sem ég geri er að spila fótbolta með strákunum. Á hverjum laugardegi í haust hafa "nokkrir" MR-ingar mætt í íþróttasal Háskóla Íslands til að spila fótbolta. Upphaflega höfðum við bara 45 mínútur til þess arna en upp á síðkastið höfum við getað spilað í 90 mínútur. Til að byrja með vorum við ekki mikið meira en 10. En þetta spurðist út og nú stefnir allt í að við sprengjum af okkur húsakynin. Gula byltingin eins og þeir kalla sig, með Rósant Ísak Rósantson í fararbroddi ætlar sér að setja allt á annan endan í íþróttahúsi Háskólans á eftir. Liðið er skipað nokkrum ofdekruðum Vesturbæingum sem og einum klikkuðum Hafnfirðingi. Drengirnir svífast einskis og munu eflaust stofna til ólæta eftir að þeir hafa tapað fyrir Nördafélaginu. Vonandi getur þessi síða verið vettvangur fyrir almennt skítkast og önnur læti að leik loknum.

En jæja, boltinn byrjar eftir hálftíma (15:45). Mætið og hvetjið ykkar menn.

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, nóvember 17, 2005 

Ya think ya know him

Ég man eftir þessari frétt eins og hún hafi verið birt í gær. Auðvitað var maður pirraður yfir ákvörðun Grétars en maður huggaði sig við þá staðreynd að hann myndi koma aftur að ári.

Ég leit alltaf upp til Grétars, hann var duglegur og harður en þó sanngjarn enda hrósaði hann manni þegar maður átti það skilið. Annað en Viktor Bjarki sem gerði lítið annað en að bora í nefið og bíða eftir að boltinn kæmi fram svo hann gæti skorað. Nú er Viktor kominn aftur í raðir Víkings en Grétar hegðar sér eins krakki í dótabúð sem fær ekki það sem hann vill. Jááá Hemmi minn. Maður heldur að maður þekki manninn en síðan gerir hann eitthvað eins og þetta.

Mér finnst að Valsarar eigi að hafa vitið fyrir Grétari í þessu máli og banna honum að koma á æfingar liðsins. Vilji Grétar spila í Landsbankadeildinni þá verður hann að gera það með Víkingum.

En þetta er nú bara mín skoðun, Jón Emill

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, nóvember 13, 2005 

TÜPP TENN

Fátt veit ég skemmtilegra en að skoða ljósmyndir. Sérstaklega ljósmyndir sem ég hef sjálfur tekið. Undanfarin ár hef ég verið duglegur að taka myndir af alls kyns atburðum og er ég kominn með ágætis safn skemmtilegra mynda. Í einu af auglýsingahléi þáttarins Boston Legal var ég velta fyrir mér um hvað næsta bloggfærsla gæti verið og datt mér þá í hug að taka saman top 10 lista af myndum undir einhverju þema. Það fannst mér bara vera ágætis hugmynd og jafnframt afsökun til að skoða allt myndasafnið enn einu sinni. Fyrsta mynd fyrstu möppu gaf mér hugmynd. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn undir þemanu sólgleraugu.

10-9. Saman í tíunda og níunda sæti eru sömu gleraugun á sitt hvorum manninum. Myndirnar voru teknar á Söngballinu í MR vorið 2005. Maður 1, Maður 2.

8. Í áttunda sæti er hún Ana María, nei ekki Anna María, þessi var guidinn okkar eðlisfræðinördanna á IPHO 2005. Þessi minntu mig á Natural Born Killers en samt ekkert svo, bara pínu. Í baksýn eru landamæri Portúgals og Spánar. Ana María.

7. Þennan kannast flestir við. Ekkert skyggni er þessum fallegu bláu augum ofviða. Þetta er einhver myndarlegasti maður sem ég þekki og ekki nóg með þá á hann líka eina flottustu skyrtu sem ég hef séð. Blue eyes.

6. Einn mesti töffari sem ég þekki og mín helsta fyrirmynd. Það er honum að þakka að ég veit hvað tröllaskeinir er og að ástin byrjar uppi í haus og endar milli lappanna. Má ég kynna... afa.

5. Hér er annar töffari á ferð. Kvennagull og söngfugl. Ljúfur eins og lamb og vinur í raun.

4. Gamall vinur og nafni. Mikill hugsuður og töffari á sinn hátt. Hann hefur gaman af formúlu 1 og Schumacher er hans maður en hann getur huggað sig við það að hann veit ekkert um fótbolta og heldur því ekki með Manchester. Spítukall.

3. Þessi gefur orðinu töff nýja merkingu. Ekki nóg með það að hann sé með hvítar tyggjóflygsur í munnvikinu, eða kannski frunsukrem, þá er hann með svakalega flotta dredda (vonandi er ég ekki að skjóta mig í andlitið, þetta eru dreddar ekki satt?). Það eru góðar líkur á því að maðurinn þekki Oleg Koshik og ef ekki þá veit hann hvernig við komust út úr fylkinu. Ein af mínum fjölmörgu myndum sem teknar hafa verið án þess að nota flass. Neo.

2. Hér munaði mjóu. Þessi gæti einfaldlega verið í fyrsta sæti en þar sem hún hefur meira merkingu fyrir ákveðinn hóp stærðfræðinörda þá verður hún að sitja í öðru sætinu. Maðurinn á myndinni velur aldrei auðveldu leiðina. Ef hann hefði fengið að ráða þá væri ég líklega enn þá týndur í miðborg Aþenu. Dömur mínar og herrar, má ég kynna ykkur fyrir Steve the Outstanding Fellow. Takið eftir að þessi mynd býður upp á fleiri en ein sólgleraugu. Stelpan með sólgleraugun var einn af mörgum guidum IMO keppninnar sem ég þorði ekki að reyna við.

1. Holy molý makkaróní. Dömur og já, líka herrar, passið ykkur á þessum. Þessi kýlir fyrst og spyr spurninga síðan. Hann fær sér absinth í morgunmat og drekkur rósavín á kvöldin. (En þess má geta að rósavín er á lista með Absinth, Jameson og íslenska brennivíninu yfir ógeðslegustu og illdrekkanlegustu drykki veraldar.) Maðurinn reykir karton á dag og er alltaf í nýjustu týzkufötunum. Já hér hafiði hann. Mr. Makkaróní.

Jón Emill kveður að sinni

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, nóvember 10, 2005 

atsjú

Veikindi, eitt það leiðinlegasta sem ég veit. Aðeins einn kostur. Afsökun til að sleppa að gera það sem maður á/þarf að gera. Í staðinn getur maður pantað pizzur og horft á sjónvarpið. Nákvæmlega það sem ég gerði í dag.

Einn af uppáhalds sjónvarpsþáttunum mínum eru þættirnir Scrubs með Zach Braff (Garden State). Það var einmitt ástæðan fyrir því að ég keypti seríu tvö af þáttunum þegar ég var í London fyrir skömmu. Það sem mér líkar best við þættina, fyrir utan það að þeir eru drepfyndnir, er sú staðreynd að þættirnir hafa boðskap. Og þessi boðskapur held ég að eigi mjög vel við hjá ungu fólki.

Ég er að pæla í að bera fram spurningu. Ekki það að ég búist neitt sérstaklega við svari. Spurningin er eiginlega bara brandari. En allavega, hver á seinni línuna?

Hún: "You know, I'm getting a little tired of thesexual innuendo."
Hann: "In your endo."

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, nóvember 07, 2005 

námskvíði


Hér sit ég í leshorni bókasafns VR tveggja. Vinur minn er horfinn og bíð ég þess vegna eftir því að mamma sæki mig. Allt í kringum mig eru vísindatímarit og bækur, eins og t.d. bókin A Comprehensive Introduction to Differential Geometry. Út og inn fara nemendurnir sem maður sér alltaf á bókasafninu, eðlisfræðinemarnir. Þeir eru alltaf hérna!

Þessi staðreynd er farin að valda mér kvíða. Á ég eftir að eyða/verja næstu 5-8 árum ævi minnar á einhverju bókasafni! Mun ég eyða föstudagskvöldum í að heilda einhver skammtaföll meðan jafnaldrar mínir eru að skemmta sér eða hafa það kósí? Og síðan þegar maður er búinn með einhvern skóla eftir svo og svo mörg leiðinleg föstudagskvöld mun ég þá vera sáttur með það hvernig ég varði tíma mínum? Ég veit þetta ekki, ég veit hvað mig langar til að læra en þar við situr.

En eins og kristinfræðibókin sagði þá skulum við láta hverjum degi nægja sínar áhyggjur.

Á föstudaginn buðu Ásta og Fríða í afmælisveislu. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um þessa veislu er veggfóðrið í herberginu hennar Ástu. Það minnir mig á veggfóðrið í Garden State, mjög töff. Takið eftir hvernig kjólinn hennar Salvarar er eiginlega í stíl. Það næsta sem mér dettur í hug er hvað það var ótrúlega mikið af áfengi í boði hússins. Þriðja er líklega sú staðreynd að þarna voru útlendskir skiptinemar sem gerðu boðið mjög skemmtilegt. Fínt boð í alla staði.

Eftir afmælið fórum við í bæinn þar sem við enduðum á Hverfis. Álit mitt á Hverfis hefur farið minnkandi undanfarnar ferðir sem ég gert mér þangað og er því kannski best líst með þessum orðum: “Sólon er betri en Hverfis.” Eina skemmilega við Hverfis var félagsskapurinn og bolurinn sem Hlynzi var í.

Skrifað af Jóni Emil -