fimmtudagur, september 22, 2005 

"I was cool?" "Naw man you were cooler than cool."

Hvað eiga...

Quentin Tarantino (Kill Bill, Pulp Fiction, Reservoir Dogs, Jackie Brown)
Christian Slater (Broken Arrow, Name der Rose)
Patricia Arquette (Stigmata, Bringing out the Dead, Little Nicky)
Dennis Hopper (Apocalypse Now, Rebel Without a Cause, Speed, Super Mario Bros.)
Val Kilmer (Top Gun, Batman Forever, Heat, the Saint)
Gary Oldman (Fifth Element, Batman Begins, Air Force One, Léon)
Brad Pitt (Mr. and Mrs. Smith, Snatch, Fight Club, Se7en, Interview with a vampire)
Michael Rapaport (Boston Public)
Christopher Walken (Sleepy Hollow, Pulp Fiction, Batman Returns, Guiding Light)
Samuel L. Jackson (The Man, Star Wars, Pulp Fiction, Basic, Unbreakable, the Negotiator)
Bronson Pinchot (Serge í Beverly Hills Cop)
James Gandolfini (The Sopranos, Crimson Tide, 8mm)
Christopher Penn (Rush Hour, After the Sunset, Reservoir Dogs)
Tom Sizemore (Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Bringing Out the Dead, Heat)

...sameiginlegt?

Svári enginn kemur svárið eftir helgi.

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, september 19, 2005 

"Heldurðu að við tökum mark á hnakka eins og þér?"


Um helginu horfði ég á óperu með öðru auganu meðan ég tók til í herberginu með hinu. Óperan fjallar um ástarsamband Poppeu og Nero’s Rómarkeisara. Poppea er gift Ottone og Nero er kvæntur Ottawiu. Til þess að Poppea og Nero geti verið saman verður Neró að losa sig við Ottone og senda Ottawiu í útlegð. Ekki nóg með það heldur þarf Neró líka að eiga við Seneca, læriföður sinn, sem er mótfallinn því að hann sé með Poppeu. MR-ingar lesa ef ég man rétt um Neró og Seneca í fjórða bekk. Óperan var ágæt, hið besta mótvægi við suðinu í ryksugunni. En það sem mér fannst skemmtilegast við hana var fyrsta atriðið. Í því rökræða persónugervingar gæfu, virðingar og ástarinnar um það hver sé mestur. Ástin segir að áður en að dagur sé liðin muni hún hafa sannað mikilvægi sitt. Það kemur líka á daginn þegar óperan er búin og Neró og Poppea hafa náð saman því að áhorfandinn samgleðst með þeim og hefur því viðurkennt að ástin sé mikilvægust. Óperan heitir L’incoronazione di Poppea og er eftir Claudio Monteverdi.


Á föstudaginn fóru Stiglar í Straum. Kíkið á myndirnar.

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, september 14, 2005 

Um allt og ekkert, aðallega ekkert

Í stað þess að reyna að skrifa eitthvað merkilegt ætla ég bara að skrifa um það sem á daga mína hefur drifið frá því að síðasta færsla var skrifuð.

1) Vann í síðasta skiptið hjá Byko.
2) Fór í BYKO partý en stoppaði stutt því að Svenni var að halda upp á afmæli sitt. Það var mjög gaman í afmælinu hans Svenna eins og myndirnar sína vonandi. Eftir partýið héldu margir niður í bæ. Ég þurfti að mæta í Byko til að vinna síðasta vinnudaginn og ákvað því að halda heim á leið klukkan 2.
3) Horfðí á the O.C. Svo sem ágætis þáttur. Var það bara ég eða hefði Seth getað náð í Summer ef hann hefði bara beðið aðeins með að kyssa hana. Nýja stelpan, sem virðist vera hrifin af Ryan, er sæt. Hún minnir mig líka á ákveðna manneskju, eða svona pínu.
4) Horfði á Americas Next Top Model. Brandy hefði átt að vera rekin ekki Brita. Í þetta skiptið held ég að þáttastjórnendurnir hafi viljað hafa Brandy til þess að auka líkurnar á rifrildum í seinni þáttum. Annars finnst mér Rebecca vera sigurstranglegust. Sjáum til hvernig sá spádómur gengur upp.
5) Horfði á Family Guy þátt þar sem gert var grín af Helen Keller. Ótrúlega fyndið ef maður veit hver hún er. Hvað segja stúdentar?
6) Uppgötvaði Hot Chip.
7) Tippaði á miðvikudagsseðilinn og er enn sem komið er með alla leiki rétta (8 leikir búnir). Á morgun eru 5 mjög spennandi leikir.
8) Horfði á X-files þátt með Hlyni. Þátturinn var svona lala. Hlakka bara til að sjá ógeðslega þáttinn eftir Stephen King sem kemur í fjórðu seríu.
9) Og rétt í þessu sá ég mann springa í loft upp í 24. þætti af Lost. Mjög fyndið á kaldhæðnislegan hátt.
10) Fór að sofa

Hinn hégómlegi Jón Emil biður að heilsa

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, september 07, 2005 

Makleg mála gjöld

Einu sinni flaug fugl á staur og dó. En áður hafði hann leikið sér að því að murka lífið úr ormi. Hann fór því beint til heljar en hitti þar orminn fyrir. Fuglin varð mjög hissa. Ormurinn sagði. Ég fyrirgef þér. Við það flaug fuglin upp til himna og hitti guð fyrir. Guð sagði. Ég gef þér annað líf. þú fæðist nú sem ormur því að öll önnur lífsform eru uptekin!

2. maí 1993

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, september 03, 2005 

Er í lagi að nota tippex?


Klukkan er eitt og ég ligg upp í rúmi með nýju fartölvuna í kjöltunni. Áhrif síðustu diffrunar eru að gera mér grikk og fótboltinn á að byrja eftir tvo tíma. Ég er þess vegna að tegra eins hratt og ég get, þetta er sem sagt ákveðið tegur. Við tegrunina nota ég nokkur glös af vatni, kleinurnar hennar ömmu og kvikmynd sem heitir Rascal. Hún gerist á fjórða áratugnum í USA og fjallar um strák sem er búinn að missa mömmu sína. Pabbi hans vinnur við að selja fasteignir svo að hann getur lítið vera heima. Strákurinn þarf því að sjá um sig sjálfur en hann er þó ekki einn því að hann á vinina Rascal og Wowser, þvottabjörn og labrador. Myndin gerist um sumar og fjallar um sakleysi æskunnar, sem ég sakna, og vináttu. Rétt í þessu setti Rascal allt á annan endan í hagkvæmnisbúð, það var alveg ótrúlega fyndið. Allir urðu mjög reiðir út í hann en það breyttist þegar Rascal bjargaði málunum í keppni milli hests og bíls, hesturinn vann. Í gær var nýnemaferðin. Við fórum upp í Skálafell þar sem við grilluðum, fórum í leiki og diffruðum og diffruðum meira. Menn voru mismunandi afleiddir en mig minnir að allt hafi gengið mjög skikkanlega fyrir sig. Grétar Amazeen hafði engar húfur eða slaufur til að toga í og var víst bara þægur. Það gerðist margt skemmtilegt undir fjallinu. Hinir nördarnir slógu t.d. í gegn með söng sínum, við spjölluðum við Andra í Írafár og Villi og ég sungum Krummi svaf í klettagjá í fimmundarsöng. Skólinn legst bara mjög vel í mig og ég er farinn að hlakka til haustferðarinnar eftir viku.

Skrifað af Jóni Emil -