laugardagur, apríl 29, 2006 

Hvernig er það?

Má gefa mínusatkvæði í komandi borgarstjórnarkosningum?

"Borum göng í gegnum Öskjuhlíðina og notum mölina til steypa flugvöll yfir Löngusker." - ógeðslega sniðugt hugmynd hjá þér Bingi.

Skrifað af Jóni Emil -


 

Þessa dagana virðast hrollvekjur vera afar vinsælar. Snöggar klippingar, mikill hávaði, ljótir kallar og allir skíta í brækurnar af hræðslu. Ég veit samt um eina mynd sem slær þessum öllum við og er jafnframt byggð á þúsundum sannra saga. Hún heitir Lilya 4 ever...

því ekkert jafnast á við alkaldan raunveruleikann!

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, apríl 26, 2006 


Í sumar verður

Unnið á Einkaleyfastofunni
Farið á Hróarskeldu
Opið hús á Snæfellsnesi helgina 14. - 16. júlí



Ef ykkur finnst litasamsetningin á þessari mynd léleg bíðið þá þangað til þið sjáið búning Söllenbergers.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, apríl 23, 2006 

EPRAC MEID

Hér sit ég og reyni að botna eitthvað í hyldjúpri eðlisfræðinni meðan mamma leikur á píanó uppi í stofu. Það er frábært að hlusta á hana spila og uppáhalds mitt til langs tíma er örugglega Arabesque eftir Debussy (vonandi skrifa ég þetta rétt).

Meðan ég sit hérna og hugsa um tónlist þá dettur mér allt í einu í hug að ég var búinn að setja eina á netið en hið frábæra fyrirtæki
Google hafði ekki enn þá samþykkt "klippuna". Kíki því inn á google videó og viti menn, einhver gaur niðri í Kaliforníu er búinn að horfa á klippuna og ýta á samþykkingartakkann. Ykkur stendur þess vegna til boða að hlusta og horfa á Hössa syngja For Your Eyes Only. Vonandi eruði skáeygð.

Að lokum vil ég mæla með að fólk fari inn á þessa síðu og hlusti á þetta lag (þeas Dani California).



Skrifað af Jóni Emil -


 

Sælar,

Biðst afsökunar á ógæðum þessarar bloggsíðu undanfarna vikur og jafnvel mánuði. Núna er það skólinn sem er látinn ganga fyrir.

Um daginn ákvað ég að taka að mér að kenna stelpukind einni efna- og eðlisfræði. Muniði eftir bókinn orka & umhverfi sem var með vitlausa jöfnu fyrir nýtni? Sú bók, bara endurbætt útgáfa. En já, þið furðið ykkur kannski á orðvali mínu, þ.e. stelpukind. En nú er ég búinn að kenna henni tvisvar og hefur gengið ágætlega, þetta er allt að koma þrátt fyrir að því er virðist frekar mikið áhugaleysi af hennar hálfu. Tvisvar hefur það þó komið fyrir að ég fái sms klukkustund áður en ég á að leggja af stað til að kenna og er afboðaður. Afsökunin í bæði skipti var sú að hún væri búin að gleyma því að hún ætti að vinna. Jeg er enginn sérfræðingur um þessi mál, en ég man þó eftir því hvernig þær helgar sem maður átti að vinna héngu yfir manni eins og... ja eitthvað sem er leiðinlegt og man maður þess vegna nokkuð vel eftir því. Þið skiljið vonandi hvert ég er að fara, fólk man eftir því þegar það þarf að vinna um helgar. Þetta gæti komið fyrir einu sinni, en tvisvar... veit ekki. Þegar ég fékk þetta sms þá vöknuðu þessar spurningar sem ég er að deila með ykkur. Ég ákvað þess vegna að vinna smá rannsóknarvinnu. Þannig var nefnilega mál með vexti að hún var að senda mér sms með öðrum síma en sínum eigin. Ég fór þess vegna á www.ja.is og sló númerið inn, afritaði og límdi nafnið eigandans í google og ýtti á enter. Viti menn, efsti hlekkurinn var á skaramús nfmh.is. Nú spyr ég mig, ætli þetta sé bróðir (ekki sama eftirnafn), frændi (niiiiii) eða kærasti. Ég vil ekki fullyrða neitt en mér þykir nú nokkuð líklegt að hér sé nú bara verið að rýma dagskrána fyrir kelerí eða hvað það er nú sem átján ára krakkar gera þessa dagana. Ég skil svo stelpuna svo sem ágætlega. Sjálfur myndi ég rýma mína dagskrá fyrir smá kelerí, en þó ekki á kostnað einhvers annars. Ég var búinn að skipuleggja hluti svo ég gæti fengið bílinn klukkan tvö í dag og þurftu þá aðrir í fjölskyldunni að breyta til hjá sér. Ég er því orðinn spældur og þegar maður er orðinn spældur út af einhverri stelpukind þá nennir maður ekki lengur að standa í hlutunum. Nú spyr ég sjálfan mig hvort að ég ætti að hætta kenni henni? Hvað finnst ykkur?

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, apríl 22, 2006 

Hvað er málið að leyfa mér ekki að setja inn færslur. Koma svo, virka nú...

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, apríl 20, 2006 

Arctic Monkeys
Bob Dylan
Death Cab for Cutie
Deftones
Franz Ferdinand
Kaiser Chiefs
Placebo
Sigur Rós
The Strokes
Roger Waters
Kanye West

og margar fleiri

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, apríl 18, 2006 

"Just because I rock doesn't mean I'm made of stone"

Í sumar ætla ég að fara á mynd sem heitir Mission Impossible III. Aðalleikarinn í þeirri mynd ætlar sér að borða fylgju og naflastreng barnsins sem konan hans á von á!

Did you just refer to you in the fourth person? Skemmtileg spurning úr skemmtilegri mynd sem ég er að horfa á á Sirkus! Skemmtileg t.d. vegna þess að lag með Cake er í henni og líka vegna þess að Jim Carrey er skemmtilegur. Hún heitir Me, myself and Irene.

Já Jim Carrey er svo sannarlega skemmtilegur. Held meira að segja að hann sé uppáhalds. Hann hefur leikið nokkra mjög skemmtilega karaktera.

Ace Ventura úr samnefndum kvikmyndum, Andy Kaufman í the Man on the Moon, Truman úr the Truman Show, Lloyd Christmas úr Dumb and Dumber (bestu grínmynd allra tíma), og Stanley Ipkiss í the Mask.

"Irene, why am I peeing like I've been up all night having sex?" Haha frábært atriði.

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, apríl 15, 2006 

Myndirnar

hér fyrir neðan eru svo sem allt í lagi en þær fölna gjörsamlega í samanburði við myndirnar sem þessi gaur tekur.

Bloggið hans: http://davidjohns.blogspot.com/
Flottustu myndinar hans: http://djohns.deviantart.com/gallery/

Skrifað af Jóni Emil -


 

Skokkhringurinn langi










Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, apríl 11, 2006 

Myndir úr teiti má finna á http://www.hi.is/~jeg1/leynigestur/leynigestur.htm

Skrifað af Jóni Emil -


 

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, apríl 09, 2006 

Hummjá

Síðustu tvær færslur flokkast að öllum líkindum undir gestafærslur og fría ég mig því allri ábyrgð af því sem þar stendur. Skemmtilegar færslur engu að síður.

Síðasta vika hefur verið afar viðburðarík, erfið, en þó skemmtileg. Hún byrjaði á því að ég var melló og endaði á því að ég var melló en allt þar í millum var alveg ógeðslega ómelló. Heimadæmi, Pétur Gautur, heimadæmi, æfing, Sálsveitin Skuldbinding, skýrzla, verkbók, heimadæmi. Skemmtilegast af þessu var líklegast Sálsveitin Skuldbinding þó að Pétur Gautur hafi líka verið ansi flott. Sérstaklega Ingvar E. Sigurðsson hann væri átrúnaðargoðið mitt ef ég væri leikari sem ég er alls ekki. Einu sinni var ég samt rosalega duglegur að bjóða mig fram í aðalhlutverk. Það var þegar ég var í Breiðagerðisskóla, síðan klúðraði ég einni jólasýningunni pínulítið þegar ég sagði Kolbeinn þegar að það sem ég átti að segja var Jósafat eða eitthvað álíka. Síðan þá hef ég aldrei leikið. En já, frábær sýning Lúðrasveitar Seltjarnarness með Kára í fararbroddi.

Í dag var ég að kenna einum menntaskólanemanda efna- og eðlisfræði. Það var bara nokkuð skemmtilegt.

Já en, nú er ég farinn að gera soldið sem ég hef ekki haft tíma til að gera alveg ótrúlega lengi, nefnilega að lesa stærðfræðigreiningu. Hlakka eiginlega bara til.

Þjáumst, (vorkenni smámæltum)

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, apríl 08, 2006 

Partí 107

Hæ Hrafnhildur! Ég er aaandvaka eftir að hafa farið frá þér, ég er aaandvaka... (þú fórst samt eiginlega frá okkur).
Góðar stundir.

Skrifað af Jóni Emil -


 

Partí 101

Halló krakkar. Mér datt dálítið sniðugt í hug um daginn. Hins vegar gleymdi ég því aftur.
Hæ, ég heiti Jón og ég vinn í kassagerðinni. Einn daginn kom forstjórinn inn til mín og sagði:
„Hæ Jón, ertu upptekinn?“ Og ég sagði: „Nei,“ og sneri skífunni með vinstri hendinni. U.s.w.
Jæja (uppáhaldsorðið mitt, bæðevei) nóg komið af rugli og vitleysu, fylgist með áframhaldandi ævintýrum Jóns næstu daga hér á fm níu fimm sjö.
Ööö... Halloki!

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, apríl 02, 2006 

Melló eins og selló

Undanfarna daga hefur mikið verið tekið af bólgueyðandi lyfi sem heitir íbúfen. Það er víst líka eitthvað verkjastillandi sem gæti útskýrt af hverju maður er svona melló. Það er dáldið erfitt að einbeita sér að lærdómnum þegar maður er melló. Áhyggjur af uppsöfnun verkefna minnka og þörfin fyrir gott tjill eykst. Því eyðir maður góðum hluta helgarinnar í að horfa á Simpson og annað afþreyingarefni. Það er líka gaman að hlusta á tónlist þegar maður er melló, sérstaklega nýja diskinn með Yeah Yeah Yeahs. Hann er svalur eins og hvalur.

Skrifað af Jóni Emil -