miðvikudagur, ágúst 31, 2005 

The truth is out there


Í gær fóru ég og Hlynur í til Emil Hallfreðs, leikmann Tottenhams, til að sækja seríur 2,3, og 4 af X-files. Maðurinn æfir með Edgar Davids! Emil kom út að bílnum með seríurnar og tók í höndina á okkur. Þess má geta að hann er komið með sítt að aftan. Allavega, á leiðinni heim fór bíllinn hans Hlyns eitthvað að hökta og á endanum fór hann að drepa á sér í hvert skipti sem hann stöðvaðist. Urðum við þess valdandi að enginn bíll komst yfir á beygjuljósum einnar mestu umferðaræðar Reykjavíkur. Þetta var hálfgert æfingarakstur deja vú.

Núnu vorum við Hlynur að horfa á einn ógnvænlegasta X-Files þátt sem gerður hefur verið. Hann fjallaði um flatorm eða þráðorm (spyrjið Jóhönnu) sem hafði stökkbreyst þannig að hann var á stærð við mann. Hann faldi sig í skólpræsunum og átti það til að skríða upp úr klósettum og bíta fólk í rassinn. Þegar ég sá þáttinn í fyrsta skiptið varð ég svo hræddur að ég gat varla setið á klósettinu.

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, ágúst 22, 2005 

„Nú borðið þá bara kökur“ (Spaugstofan, eða hvað?)

Ég smakkaði það einu sinn en vissi ekki hvað það var.
---

Reluctantly crouched at the starting line,
Engines pumping and thumping in time.
The green light flashes, the flags go up.
Churning and burning, they yearn for the cup.
They deftly maneuver and muscle for rank,
Fuel burning fast on an empty tank.
Reckless and wild, they pour through the turns.
Their prowess is potent and secretly stearn.
As they speed through the finish, the flags go down.
The fans get up and they get out of town.
The arena is empty except for one man,
Still driving and striving as fast as he can.
The sun has gone down and the moon has come up,
And long ago somebody left with the cup.
But he's driving and striving and hugging the turns.
And thinking of someone for whom he still burns.
He's going the distance.
He's going for speed.
She's all alone
In her time of need.
Because he's racing and pacing and plotting the course,
He's fighting and biting and riding on his horse,
He's going the distance.
No trophy, no flowers, no flashbulbs, no wine,
He's haunted by something he cannot define.
Bowel-shaking earthquakes of doubt and remorse,
Assail him, impale him with monster-truck force.
In his mind, he's still driving, still making the grade.
She's hoping in time that her memories will fade.
Cause he's racing and pacing and plotting the course,
He's fighting and biting and riding on his horse.
The sun has gone down and the moon has come up,
And long ago somebody left with the cup.
But he's striving and driving and hugging the turns.
And thinking of someone for whom he still burns.
Cause he's going the distance.
He's going for speed.
She's all alone
In her time of need.
Because he's racing and pacing and plotting the course,
He's fighting and biting and riding on his horse.
He's racing and pacing and plotting the course,
He's fighting and biting and riding on his horse.
He's going the distance.
He's going for speed.
He's going the distance.

---
Takk Kári. Nú veit ég hvað ég vil, ég vil köku.




Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, ágúst 21, 2005 

Sumir eru sér, aðrir eru hér

Vá! Ég veit bara ekki á hverju ég á að byrja. Þessi helgi er búin að vera alveg frábær. Nú get ég farið sáttur í vinnuna.

Það má segja að hún hafi byrjað þegar við strákarnir fórum í smá leyniför á æskuslóðir mínar. Meira um það seinna. Eftir það fór ég heim til Sverris til að horfa á einhverja ótrúlega slappa grínmynd sem heitir víst Without a Paddle. En þegar hún var búin hlustuðum við á tónlist og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Grímur og Orri komu líka í heimsókn þannig að það var bara nett stemmning. Grímur sagði meðal annars að Siggi Jóns væri maður að sínu skapi. Heima hjá Sverri hlustuðum til dæmis á Fisherman’s Woman, Jay-Z, Cake, Hot Chip, Audio Bullys, Prodigy, Red Hot..., Propellerheads og Wiseguys. Hvílíkt CHILL. Því næst fór ég heim að sofa. Btw, Friendsþátturinn þegar Rachel sér prom videoið og kyssir Ross er alveg ótrúlega góður. Hann var á Sirkus áðan. Laugardaginn byrjaði ég með því að fara í ræktina. Þar tók á móti mér heldur vígalegur maður (eigandinn) og sagði á sinni bjöguðu íslensku. Heyrðu Cameron Diaz er bara í bænum. Hún er að prófa íslensku strákana. Ég svaraði auðvitað: Nei er hún ekki með Justin Timberlake? Hann: puff, skiptir engu. Síðan hljóp ég meðan kærasta eigandans og vinkona hennar skokkuðu sitt hvoru megin við mig. Þess má geta að það voru líklega fimm manneskjur á staðnum. Seinna um daginn tók ég stofnleiðina niður í bæ til að vinna með Hrafnhildi. Við gengum með skilti og ghettoblaster þar sem við kynntum næsta starfsár sinfoníunnar og gáfum happdrættismiða. Niðri í bæ hittum við fullt af skemmtilegu fólki, þar á meðal Arngunni og Jóa Nardau og nokkrar skyttur. Þegar þetta var búið lá leið okkar í Dómkirkjuna þar sem sextett skipaður Hrafnhildi, Sigrúnu, Arngunni, Halla, Aroni og Pétri heillaði alla með fallegum söng. Heyr himna smiður og Blackbird voru frábær. Í dómkirkjunni voru margir gamlir vinir, þar á meðal Rósa, Birna og Gunnhildur úr Breiðagerðisskóla. Þetta var án efa toppurinn á kvöldinu. Næst lá leið okkar til hans Þorsteins í tvítugsafmæli hans og Kára. Þar var auðvitað mjög gaman eins og alltaf í partýum hjá Þossa. Í afmælinu komst ég meðal annars að Árni Indriða drekkur Löwenbrau eins og ég. Síðan spurði einhver hvort að ég ætti afmæli á sléttu ári. Systir hans Þorsteins, hún Hildur, var líka alveg ótrúlega fyndin. Ég held að það sé í lagi að segja að ég hafi eignast nýjan vin heima hjá Þorsteini. Það gladdi mig mjög mikið. Að lokum lá leið okkar niður í bæ þar sem við hittum Hlynsa. Kíktum á Cultura, þaðan á Bæjarins og að lokum heim. Jóhanna, takk fyrir að skutlu okkur. Þið hefðuð átt að sjá leigubílaröðina. Í dag tókst hálfvitanum honum Drogba að skora á undraverðan hátt fram hjá Lehman. Slappur leikur en þrjú mikilvæg stig í hús. Næsta vika verður líklega frekar leiðinleg. Ég þarf að vinna á kassanum því að skemmtilegu stelpurnar Helga, Sigga og Helga eru farnar í skóla. En hver kvartar eftir svona helgi.

Um daginn horfði ég á Napoleon Dynamite og stend ég í þeirri meiningu að aðalleikarinn sé bara dálítið líkur honum Oleg Kosik. Eru hinir í nördafélaginu búnir að sjá hana? Myndin var vægast sagt mjög skemmtileg.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, ágúst 16, 2005 

Don't worry, be happy

Sigga hafði aldrei líkað vel við þær. Það var eitthvað óeðlilegt við þær. Það hvernig þær risu upp frá jörðu og svifu í lausu lofti. Hvernig geta menn stjórnað þeim. Allir þessir takkar! Enda var það einfaldara sagt en gert að koma Sigga inn í lyftu.

Nú hefur mér tekist að keyra aftan á bíl, sprengja afturrúðu á lyftara og beygla bíl yfirmanns míns með kerru. Allt þetta á einu sumri. Ef ég bæði um launahækkun núna yrði ég rekinn á staðnum. Ef þið sjáið mig á götum borgarinnar þá mæli ég eindregið með því beygið í hina áttina. Ef þið gerðuð það ekki nú fyrir.

Undanfarna daga hef ég eytt miklum tíma í að horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist. Sem sagt slæpast. Meðal þeirra mynda sem ég hef verið að horfa á eru: Garden State, Million Dollar Baby, Sin City og Family Guy the Movie. Allt frábærar myndir en ég vil þó hvetja alla til að sjá Garden State því að hún er alveg ótrúlega góð auk þess sem movie soundtrackið úr myndinni er snilld. Zach Braff, en hann leikur í þáttunum Scrubs í Sjónvarpinu, skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í myndinni. Þegar ég er búinn með þessa færslu ætla ég að fara að horfa á Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Hún er víst frábær.



Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, ágúst 10, 2005 

Er þetta ekki Húsasmiðjan? NEI þetta er BYKO. Hálfviti!

Í dag sá ég stelpu og varð ástfanginn. Síðan keyrði hún í burtu og út úr lífi mínu með 9 fermetra af frauðplasti í skottinu. Nei segi svona, hún var samt flott.

Um daginn fóru Hlynsi (Ztormur), en hann er byssa númer 1, og ég á leik í Landsbankadeildinni. Það var Fram á móti Val og er skemst frá því að segja að Fram fór með sigur af hólmi í heldur bragðdaufum leik þar sem Valsmenn stóðu alls ekki undir væntingum. Ég vil þó nota tækifærið til að hrósa Grétari í Val og honum Gunnari Þór (Ggglóðvolgur) í Fram. Sem minnir mig á það, ha hvað, nú byssurnar, ha Arsenal, nei byssurnar úr MH. Ég hitti nefnilega allar byssurnar (eða næstum því, Sveppa vantaði) eins og þær leggja sig á umræddum leik. Þarna voru ekki minni spaðar en Grimmi, Bacon Boy, Refsarinn, Grænmetið og Kongó. Byssurnar eru sem sagt vinahópur úr MH alveg eins og nördafélagið er vinahópur úr MR. Áhugamál þeirra eru meðal annars: Að spila alls konar borðspil í félagsmiðstöðinni við Akurgerði 12, heimili Hlyns. Að spila pro evolution soccer eitthvað... en það mun vera fótboltatölvuleikur í líkingu við fifa 200#. Að leigja góða spólu. Og að detta rækilega í það (sumir allavega ;). Tjékkið á síðunni þeirra http://blog.central.is/byssurnar. Eftir leikinn gerði ég mitt besta til að halda upp heiðri nördafélagsins.

Nördafélagið mun vera á höttunum eftir miðum á HM 2006 í Þýskalandi. Ef þið þekkið einhvern, Eggert Magnússon til dæmis, þá skuluð endilega látið okkur vita.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, ágúst 02, 2005 

Say what

Woff woff woff......check it out.....she’s sexy.......she wants to move.......
Ég líka. But their hogging me. Helvítis heyrnatólin sko; á enga hátalara.

Um daginn var Réttóarmur nördafélagsins að tala saman og bar þá gamla Rétthyltinginn Ingva Reyni á góma. Ingvi var dálítill vandræðagemlingur í Réttó en samt alveg ágætis náungi. Þannig er nefnilega mál með vexti að Ingvi Reynir gifti sig fyrir ekki löngu síðan. Ég man enn þá þegar ég og Hössi óskuðum honum til hamingju með trúlofunina. Allavega, þetta vissum við þegar nördafélagið var að tala saman og þess vegna sagði einhver okkar í gríni eitthvað líkt þessu: „Hann Ingvi er giftur og komin með börn.“ Og viti menn. Sá hinn sami hafði fullkomlega rétt fyrir sér. Ingvi er giftur og kominn með barn! Til hamingju Ingvi, með Ingvar litla.

Annars vil ég mæla með myndinni the Wedding Crashers.

Skrifað af Jóni Emil -