mánudagur, október 31, 2005 

I can't take my eyes of a you



Það kæmi mér ekki á óvart ef ég væri að misskilja eitthvað, það hefur nú gerst áður, en... Eru persónurnar í Closer eitthvað dum í hoveded? Mjög fín mynd engu að síður.

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, október 27, 2005 

Þrautaganga

Þema þessara viku hefur svo sannarlega verið þrautir. Hvort sem það eru erfiðar þrautir sem kennararnir leggja fyrir mann eða þrautir sem illkvitnir skólafélagar leggja fyrir mann til þess að maður eyði tímanum í vitleysu. Ekki vil ég vera sá eini sem eyðir tímanum í vitleysu og því vil ég leggja fyrir þig, kæri lesandi, eftirfarandi þrautir.

1) Þú ert staddur í kjallara þar sem þú sérð þrjá ljósrofa. Hver rofi kveikir ljós í einu af þremur herbergjunum sem eru á jarðhæðinni. Það er lokað niður í kjallara. Gerðu ráð fyrir að í byrjun sé slökt á öllum ljósunum og að rofarnir vísi allir niður. Þú mátt fara upp á jarðhæðina einu sinni til að kíkja í herbergin en þú verður að loka á eftir þér þegar þú ferð aftur niður í kjallara. Hvernig finnurðu út hvaða ljósrofi kveikir á hvaða ljósi.

2) Hvaða tala er næst í rununni? - 5, 4, 2, 4, 1, x

3) Þig er að dreyma. Þú ert stödd inni í glerkúlu og fyrir framan þig er 10 metra breið á sem þú mátt fyrir enga muni snerta (sýra). Þessi glerkúla er inni í helli og ef þú snýrð þér við þá sérðu hellisopið. Inni í glerkúlunni, hinum megin við ána, sérðu op á öðrum helli og ef þú ferð inn um það labbarðu út úr hellinum sem glerkúlan er í. Þú ert með tvær átta metra stangir. Þú getur ímyndað þér að þetta séu tveir 50x100 mm mótatimbursplankar (vnr: 0051504 (áfram BYKO!)). Hinu megin við ána er líka verðlaunabikar í laginu eins og pálmatré. Hvernig kemstu yfir ána og út úr hellinum með verðlaunabikarinn í hendinni?

4) Þú ert staddur í beinni útsendingu hjá bingólottó. Kallinn (sem ég man ekki hvað heitir) bendir þér á þrjú hólf. Í einu þessara hólfa er ferðavinningur fyrir tvo með Úrval-Útsýn. Í hinum tvemur er eitthvað slappt. Hólfin eru merkt A, B og C. Þú velur A en áður en að þáttastjórnandinn sýnir þér hvað er inni í hólfi A sýnir hann þér að það er hundaskítur inni í hólfi C. Þáttastjórnandinn spyr þig hvort að þú viljir skipta yfir í B eða halda þig við A. Hvað gerir þú ef þú villt að sem mestar líkur eru á því að þú vinnir ferðavinninginn.

5) Petals Around the Rose

Jæja, þetta ætti að vera nóg í bili. Ef þið eruð búin að pæla í gátunum en ekkert gengur þá getið þið huggað ykkur við það ég veit ekki svarið við þremur af þeim og að mér var sagt svarið við hinum tvemur.

Og ef ykkur finnst að þið séuð ekki enn þá búin að eyða nógu miklum tíma í vitleysu með því að lesa þessa færslu. Eða ef þið eruð leið yfir því að hafa eitt of miklum tíma í vitleysu og ykkur vantar eitthvað til að kæta ykkur. Þá mæli ég með þessu:

1
2
3

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, október 23, 2005 

"Góði bíttu í bloggið á þér"

"Nú er ég svo uppfullur af bloggi að ég ætla að blogga af mér rassgatið." Vonandi er þetta ekki eins slöpp færsla og hún virðist vera.

Rúnar: Jæja strákar hvað eigum við að gera núna? Hvert eigum við að fara? Eigum við að fara... ÉG: Heim til Selmu?
Tímann sem leið þangað til að Rúnar svaraði notaði ég til þess að velta fyrir mér hvort að hann myndi berja mig eða einfaldlega hrinda mér niður stigann.

Hvað dettur okkur ekki í hug, afleiðurnar sem við erum. Í gær, þegar við vorum nýkomnir í bæinn ákváðum við að kíkja til hans Gísla Marteins en hann og stuðningsmenn hans héldu partý uppi á þriðju hæð Iðu-hússins. Þegar við komum upp voru Gísli, Rúnar Freyr og Atli Rafn í þann mund að fara. En þegar þeir sáu þessa þrjá ungu herramenn snérist þeim þó hugur og buðu þeir okkur inn í sal þar sem við fengum smá rauðvínslögg. Ég minnti Atla Rafn á gifsplöturnar sem hann hafði keypt af mér um daginn og spurði hvernig honum hafði gengið að einangra þakið. Já Ísland er svo sannarlega lítið. Auk þess spjölluðum við við Jóhannes og Baldur fyrverandi forseta úr Versló. Miklir sómamenn þar á ferð. Kom þá á daginn að Baldur hafði tæklað mig á fótboltamóti í haust með þeim afleiðingum að kálfinn á honum bólgnaði og varð blár frá hné niður í ökla. Aumingjans maðurinn. Þegar rauðvínið var búið ákváðu menn að tími væri kominn til að fara. Í skilnaðargjöf fengum við boðsmiða á Pravda fyrir 20 manns sem við nýttum okkur reyndar ekki. Já þetta var svo sannarlega skemmtilegur laugardagur.

Sunnudagurinn hefði þó mátt byrja aðeins betur. Chelsea gerði jafntefli við Bolton. Árni Gautur skeit upp á bak og Víkingar töpuðu. Ég setti HUGO BOSS skyrtuna mína í þvottavélina með NÝJU áður ÓÞVEGNU gallabuxunum. RIP uppáhaldsskyrta.

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, október 17, 2005 

LON og DON áttu barn


London er frábær búð, ég meina borg. Hún er risastór, snyrtileg og full af fólki, alveg eins og Harrods. Já, þannig er mál með vexti að fjölskylda Hlyns ákvað að bjóða mér með í ferð til London þar sem planið var að fara á söngleik, tónleika, samkomu, versla og skoða borgina. Við flugum út á föstudaginn og lentum á Stansted þar sem Emil nokkur Hallfreðsson, aka maður leiksins, tók á móti okkur. Hann er góðvinur fjölskyldunnar. Við keyrðum heim til Emils en komum við á frekar háværum en skemmtilegum ítölskum veitingastað. Þegar heim var komið ákváðum við að slappa af enda var klukkan orðin dálítið margt. Við notuðum nú samt tækifærið til að horfa á einn þátt af the O.C. enda á Emil alla seríuna á DVD. Daginn eftir tókum við Central Line niður í miðbæ þar sem við fórum á söngleikinn the Producers. Þetta var virkilega skemmtilegur söngleikur, og er því engin furða að verið sé að gera kvikmynd eftir honum. Sunnudaginn byrjuðum við á því að fara á samkomu, mjög flott, góð tónlist og merkileg lífsreynsla þar. Seinni partinn notuðum við Hlynur til að versla. Fórum við þess vegna í eina af hinum fjölmörgu HMV búðum á Oxford stræti. Þar keyptum við Hlynur alveg ógeðslega mikið af DVD myndum. Held að Hlynur hafi tekið 20 kvikmyndir allt í allt meðan ég var svona meira að kaupa seríur. Mér stóð meðal annars til boða að kaupa seríu tvö af the O.C. en ég sleppti því af tveimur ástæðum. 1. 60 pund, 2. skemmtilegra að fá reglulegan skammt en að taka þetta allt í einu. Þess í stað keypti ég seríu 2 af the Scrubs. Zach Braff er snillingur. Ég vil aftur mæla með því að allir sjái myndina Garden State. Þennan dag löbbuðum við Oxford stræti frá byrjun til enda en þaðan lá leið okkar niður í gegnum Hyde Park, meðfram the Serpentine, yfir Thames að Albert Memorial og loksins loksins Royal Albert Hall, þeirri stórkostlegu byggingu, þar sem við hlustuðum á frábæra tónleika. Við drifum okkur síðan heim enda dauðuppgefnir eftir daginn. Einhvern veginn tókst mér þó að halda augun opnum yfir myndinni Donnie Darco sem mér fannst ekki alveg jafn góð og sumir hafa haldið fram. Á mánudeginum ditchuðum við Hlynur lærdóminn þegar við gerðum okkur grein fyrir því að hann væri ekki þess virði að missa af hálfum degi í London yfir. Við fórum niður í bæ þar sem við horfðum á the changing of guards hjá Buckingham Palace en eftir það keyptum við miða í tveggja hæða bus tour. Það var virkilega gaman og náðust margar mjög skemmtilegar myndir í kjölfarið. Einhverja hluta vegna fannst sumum að við værum ekki búin að eyða nógu miklum peningum í London og var því ákveðið að kíkja í hina víðfrægu verslun Harrods. Þegar þangað var komið var okkur tjáð að við hefðum þrjú korter til að skoða búðina og versla. Tók þá við mikil vænisýki af minni hálfu eftir að ég uppgötvaði að þessi tími næði varla til að skoða eina hæð. Starfsmenn verslunarinn sem hafa það að starfi að fylgjast með upptökum videomyndavéla í búðinni hafa örugglega haft gaman af því að fylgjast með mér þeysast upp og niður rúllustiga þessarar ótrúlega stóru búðar. Hlynur aftur á móti fann sig knúinn til að fara í HMV, búðin var inni í Harrods, til að kaupa síðustu þrjár DVD myndirnar (eða eins og afi minn segir BMV myndir). Ótrúlegt en satt þá tókst mér að staldra nógu lengi við til þess að festa kaup á buxum, ekkert Jack n Jones rusl, og peysu. Þessar flíkur tvær kostuðu vænan skilding en ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Núna drifum við okkur heim þar sem við slógum heimsmet í kappáti og tiltekt. Drifum við okkur síðan á Stansted þar sem vél Iceland Express flaug með okkur heim á Skerið. Alltaf er nú jafn gott að komast heim ég verð bara að segja það. Meira að segja þó að það séu engar Harrods eða HMV hérna heima. Ég vil nota tækifærið til að þakka fjölskyldunni á Akurgerði 10 kærlega fyrir mig. Þetta var ógleymanleg lífsreynsla. Þúsunds þakkir.

Jæja, þegar heim var komið tóku annir skólans sterklega í hnakkadrambið á manni. Maður ætti nú samt að geta reddað þessu.

Á laugardaginn var síðan partý heima hjá henni Salvöru. Þangað komu gamlir MR-ingar og nokkrir af vinum Salvarar úr flugskólanum. Mjög skemmtilegt. Svenni stak snemma af og það sama má eiginlega segja um Kára, svo ekki sé minnst á Hössa. Svenni og Kári höfðu þó báðir góðar ástæður en Guð má vita af hverju Höskuldur fór. Útgáfutónleikar Jeff Who eiga víst að hafa verið ótrúlega góðir. Gott mál það. Í partýinu hennar Salvarar voru menn mismunandi ákafir við diffrunina. Ég var bara nettur á því minnir mig, meðan sumir vorum ívið duglegri. Hot n Sweet flaskan mín vakti sem sagt mismunandi mikla lukku hjá fólki. Seinna um kvöldið fóru einhver okkar niður í bæ þar sem sprellið hélt áfram.

Ég tel mig hafa lært mikið af því sem hefur gerst síðustu daga. Það sem er kannski mikilvægast er að ég lærði að það er ekki hægt að kaupa hamingju, ég vissi það reyndar fyrir, en atburðir síðustu daga hafa gert mér það skýrara. Sumt er ekki fallt, og það er það sem skiptir mestu máli.
Að lokum langar mig til að varpa fram spurningu til glöggra lesenda. Á myndum af djamminu er einn frægur leynigestur. Hver er hann? Hlynur og Svenni þið megið ekki Svára.
------------------
Já það var hún Ragnheiður Gröndal

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, október 06, 2005 

Spoken with a high pitched cheery voice


You see, I was thinking the other day, which happens surprisingly often since I began studying at Háskóli Íslands, that I am in the need for a new pair of trousers. Now, of course I could just be like ordinary people and go the shopping mall Kringla. There a fairly nice chap by the name of Emil, with whom I have often played a friendly soccer match, would greet me and direct me to Jack and Jones' wonderful selection of pants. I'd pick one, try it out, and if I was satisfied, by it. Of course I would have to pay a lot of money, which I'm not entirely keen on doing. Instead I'm going to London. Maybe get one of those new Patek watches. -Cheerio!

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, október 01, 2005 

"Var það ekki næs?"

INNI:

"Strákar í þröngum gallabuxum Elsku strákar, þrönga gallabuxnatískan er ekki bara fyrir stelpur. Farið nú út í búð og fáið ykkur þröngar gallabuxur, helst dökkar og jafnvel svartar. Þetta tryggir óskaplega töff rokk-lúkk. Converse-skór við og lúkkið er fullkomnað." - Fréttablaðið

sjensinn bensinn

Jæja enn önnur helgin gengin í garð. Tvö tvítugsafmæli í gær og vísindaferð í Þokkabót. Í þetta skipti voru það kennararnir sem kenndu okkur að diffra eins og þeim einum er lagið. Reyndar minntust þeir ekkert á tegrun en þeir eru hvort eð er hástigsmargliður sem mega alveg við því lækka um eitt stig annað veifið. Þar sem Kári var í burtu í band camp sáum við okkur ekki annað fært en að fá hann Bjössa sem staðgengil. Pabbi hans Bjössa keyrði okkur úr vísindaferðinni í afmælið hjá Bergrúnu og Kitty þar sem við vorum fyrstir á vettvang. Það var þá sem að hann spurði Svenna hvort það hefði ekki verið næs að vinna í kirkjugörðunum. Mér fannst það ótrúlega fyndið. Upp úr tíu voru sumir orðnir óþreyjufullir því að þeir vildu komast í hitt afmælið. Endaði með því að við tókum leigubíl frá Árbænum yfir í Hafnarfjörðinn þar sem við hittum afmælisbarnið Sóleyju og stelpurnar. Það var frábært.

Mikilvægari hlutir: Fyrir einhverju síðan sagði ég að Rebecca væri sigurstranglegust af stelpunum í ANTM. Mikið hefur gerst síðan þá og vil ég því breyta spá minni. Þær sem mér finnst vera sigurstranglegastar eru Tatiana og Naíma, sérstaklega Naíma. Síðasti þáttur af O.C. var ótrúlega skemmtilegur. Sérstaklega lokin og ekki skemmdi fyrir að lagið sem hljómaði er Seth og Alex voru að kyssast er eftir mjög svo athyglisverða hljómsveit. Er einhver svo snjall að hann getur sagt mér hvað hljómsveitin heitir? Ég skal meira að segja gefa ykkur vísbendingu: Shrek.

Skrifað af Jóni Emil -