"Nú er ég svo uppfullur af bloggi að ég ætla að blogga af mér rassgatið." Vonandi er þetta ekki eins slöpp færsla og hún virðist vera.
Rúnar: Jæja strákar hvað eigum við að gera núna? Hvert eigum við að fara? Eigum við að fara... ÉG: Heim til Selmu?
Tímann sem leið þangað til að Rúnar svaraði notaði ég til þess að velta fyrir mér hvort að hann myndi berja mig eða einfaldlega hrinda mér niður stigann.
Hvað dettur okkur ekki í hug, afleiðurnar sem við erum. Í gær, þegar við vorum nýkomnir í bæinn ákváðum við að kíkja til hans Gísla Marteins en hann og stuðningsmenn hans héldu partý uppi á þriðju hæð Iðu-hússins. Þegar við komum upp voru Gísli, Rúnar Freyr og Atli Rafn í þann mund að fara. En þegar þeir sáu þessa þrjá ungu herramenn snérist þeim þó hugur og buðu þeir okkur inn í sal þar sem við fengum smá rauðvínslögg. Ég minnti Atla Rafn á gifsplöturnar sem hann hafði keypt af mér um daginn og spurði hvernig honum hafði gengið að einangra þakið. Já Ísland er svo sannarlega lítið. Auk þess spjölluðum við við Jóhannes og Baldur fyrverandi forseta úr Versló. Miklir sómamenn þar á ferð. Kom þá á daginn að Baldur hafði tæklað mig á fótboltamóti í haust með þeim afleiðingum að kálfinn á honum bólgnaði og varð blár frá hné niður í ökla. Aumingjans maðurinn. Þegar rauðvínið var búið ákváðu menn að tími væri kominn til að fara. Í skilnaðargjöf fengum við boðsmiða á Pravda fyrir 20 manns sem við nýttum okkur reyndar ekki. Já þetta var svo sannarlega skemmtilegur laugardagur.
Sunnudagurinn hefði þó mátt byrja aðeins betur. Chelsea gerði jafntefli við Bolton. Árni Gautur skeit upp á bak og Víkingar töpuðu. Ég setti HUGO BOSS skyrtuna mína í þvottavélina með NÝJU áður ÓÞVEGNU gallabuxunum. RIP uppáhaldsskyrta.
London er frábær búð, ég meina borg. Hún er risastór, snyrtileg og full af fólki, alveg eins og Harrods. Já, þannig er mál með vexti að fjölskylda Hlyns ákvað að bjóða mér með í ferð til London þar sem planið var að fara á söngleik, tónleika, samkomu, versla og skoða borgina. Við flugum út á föstudaginn og lentum á Stansted þar sem Emil nokkur Hallfreðsson, aka maður leiksins, tók á móti okkur. Hann er góðvinur fjölskyldunnar. Við keyrðum heim til Emils en komum við á frekar háværum en skemmtilegum ítölskum veitingastað. Þegar heim var komið ákváðum við að slappa af enda var klukkan orðin dálítið margt. Við notuðum nú samt tækifærið til að horfa á einn þátt af the O.C. enda á Emil alla seríuna á DVD. Daginn eftir tókum við Central Line niður í miðbæ þar sem við fórum á söngleikinn the Producers. Þetta var virkilega skemmtilegur söngleikur, og er því engin furða að verið sé að gera kvikmynd eftir honum. Sunnudaginn byrjuðum við á því að fara á samkomu, mjög flott, góð tónlist og merkileg lífsreynsla þar. Seinni partinn notuðum við Hlynur til að versla. Fórum við þess vegna í eina af hinum fjölmörgu HMV búðum á Oxford stræti. Þar keyptum við Hlynur alveg ógeðslega mikið af DVD myndum. Held að Hlynur hafi tekið 20 kvikmyndir allt í allt meðan ég var svona meira að kaupa seríur. Mér stóð meðal annars til boða að kaupa seríu tvö af the O.C. en ég sleppti því af tveimur ástæðum. 1. 60 pund, 2. skemmtilegra að fá reglulegan skammt en að taka þetta allt í einu. Þess í stað keypti ég seríu 2 af the Scrubs. Zach Braff er snillingur. Ég vil aftur mæla með því að allir sjái myndina Garden State. Þennan dag löbbuðum við Oxford stræti frá byrjun til enda en þaðan lá leið okkar niður í gegnum Hyde Park, meðfram the Serpentine, yfir Thames að Albert Memorial og loksins loksins Royal Albert Hall, þeirri stórkostlegu byggingu, þar sem við hlustuðum á frábæra tónleika. Við drifum okkur síðan heim enda dauðuppgefnir eftir daginn. Einhvern veginn tókst mér þó að halda augun opnum yfir myndinni Donnie Darco sem mér fannst ekki alveg jafn góð og sumir hafa haldið fram. Á mánudeginum ditchuðum við Hlynur lærdóminn þegar við gerðum okkur grein fyrir því að hann væri ekki þess virði að missa af hálfum degi í London yfir. Við fórum niður í bæ þar sem við horfðum á the changing of guards hjá Buckingham Palace en eftir það keyptum við miða í tveggja hæða bus tour. Það var virkilega gaman og náðust margar mjög skemmtilegar myndir í kjölfarið. Einhverja hluta vegna fannst sumum að við værum ekki búin að eyða nógu miklum peningum í London og var því ákveðið að kíkja í hina víðfrægu verslun Harrods. Þegar þangað var komið var okkur tjáð að við hefðum þrjú korter til að skoða búðina og versla. Tók þá við mikil vænisýki af minni hálfu eftir að ég uppgötvaði að þessi tími næði varla til að skoða eina hæð. Starfsmenn verslunarinn sem hafa það að starfi að fylgjast með upptökum videomyndavéla í búðinni hafa örugglega haft gaman af því að fylgjast með mér þeysast upp og niður rúllustiga þessarar ótrúlega stóru búðar. Hlynur aftur á móti fann sig knúinn til að fara í HMV, búðin var inni í Harrods, til að kaupa síðustu þrjár DVD myndirnar (eða eins og afi minn segir BMV myndir). Ótrúlegt en satt þá tókst mér að staldra nógu lengi við til þess að festa kaup á buxum, ekkert Jack n Jones rusl, og peysu. Þessar flíkur tvær kostuðu vænan skilding en ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Núna drifum við okkur heim þar sem við slógum heimsmet í kappáti og tiltekt. Drifum við okkur síðan á Stansted þar sem vél Iceland Express flaug með okkur heim á Skerið. Alltaf er nú jafn gott að komast heim ég verð bara að segja það. Meira að segja þó að það séu engar Harrods eða HMV hérna heima. Ég vil nota tækifærið til að þakka fjölskyldunni á Akurgerði 10 kærlega fyrir mig. Þetta var ógleymanleg lífsreynsla. Þúsunds þakkir.
Jæja, þegar heim var komið tóku annir skólans sterklega í hnakkadrambið á manni. Maður ætti nú samt að geta reddað þessu.
Ég tel mig hafa lært mikið af því sem hefur gerst síðustu daga. Það sem er kannski mikilvægast er að ég lærði að það er ekki hægt að kaupa hamingju, ég vissi það reyndar fyrir, en atburðir síðustu daga hafa gert mér það skýrara. Sumt er ekki fallt, og það er það sem skiptir mestu máli.
Að lokum langar mig til að varpa fram spurningu til glöggra lesenda. Á myndum af djamminu er einn frægur leynigestur. Hver er hann? Hlynur og Svenni þið megið ekki Svára.
------------------
Já það var hún Ragnheiður Gröndal
You see, I was thinking the other day, which happens surprisingly often since I began studying at Háskóli Íslands, that I am in the need for a new pair of trousers. Now, of course I could just be like ordinary people and go the shopping mall Kringla. There a fairly nice chap by the name of Emil, with whom I have often played a friendly soccer match, would greet me and direct me to Jack and Jones' wonderful selection of pants. I'd pick one, try it out, and if I was satisfied, by it. Of course I would have to pay a lot of money, which I'm not entirely keen on doing. Instead I'm going to