Síðustu tvær færslur flokkast að öllum líkindum undir gestafærslur og fría ég mig því allri ábyrgð af því sem þar stendur. Skemmtilegar færslur engu að síður.
Síðasta vika hefur verið afar viðburðarík, erfið, en þó skemmtileg. Hún byrjaði á því að ég var melló og endaði á því að ég var melló en allt þar í millum var alveg ógeðslega ómelló. Heimadæmi, Pétur Gautur, heimadæmi, æfing, Sálsveitin Skuldbinding, skýrzla, verkbók, heimadæmi. Skemmtilegast af þessu var líklegast Sálsveitin Skuldbinding þó að Pétur Gautur hafi líka verið ansi flott. Sérstaklega Ingvar E. Sigurðsson hann væri átrúnaðargoðið mitt ef ég væri leikari sem ég er alls ekki. Einu sinni var ég samt rosalega duglegur að bjóða mig fram í aðalhlutverk. Það var þegar ég var í Breiðagerðisskóla, síðan klúðraði ég einni jólasýningunni pínulítið þegar ég sagði Kolbeinn þegar að það sem ég átti að segja var Jósafat eða eitthvað álíka. Síðan þá hef ég aldrei leikið. En já, frábær sýning Lúðrasveitar Seltjarnarness með Kára í fararbroddi.
Í dag var ég að kenna einum menntaskólanemanda efna- og eðlisfræði. Það var bara nokkuð skemmtilegt.
Já en, nú er ég farinn að gera soldið sem ég hef ekki haft tíma til að gera alveg ótrúlega lengi, nefnilega að lesa stærðfræðigreiningu. Hlakka eiginlega bara til.
Þjáumst, (vorkenni smámæltum)