Sams konar frétt hefur eflaust birst á litháenskum öldum ljósvakans fyrir fimmtán árum.
Hér er sú gata
Skrifað af Jóni Emil -
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Hafiði heyrt söguna um manninn sem lét bréfaklemmu í skiptum fyrir íbúð? Hefði ekkert á móti því að skipta á minni bréfaklemmu fyrir eina svona.
Skrifað af Jóni Emil -
mánudagur, júlí 10, 2006
Snæfellsnes 2006
Allt vingjarnlegt fólk velkomið laugardaginn 15. júlí
Svefnpláss meðan húsrúm leyfir Síðan er líka eitthvað pláss eftir á tjaldsvæðinu
Matur og voði fyrir gesti Sætar stelpur mjögvelkomnar
Skrifað af Jóni Emil -
Ef ég man rétt
2,5 bollar hveiti 1 bolli kakó 3 bollar sykur! 3 tsk lyftiduft 3 tsk matarsódi 250 gr af smörlíki 4 egg 1 bolli af mjólk 2 bollar af sjóðandi vatni
hendið öllu þessi í skál og hrærið ekki hafa áhyggjur þó mixið virðist fremur þunnt
hellið í form og hitið í 40 mín á 170° C eða þangað til að kakan er orðin þurr
Smjörkremið
225 gr af smjöri (frekar en smjörlíki)
hrærið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til að það er orðið hvítt og loftkennt
4 eggjarauður
eina í einu og hræra á milli
150 gr af flórsykri
hræra meira
200 gr af suðusúkkulaði
bræðið og hellið síðan í skálina og hrærið meira
Þegar kakan er tilbúin skal hún fjarlægjast úr ofninum. Bíðið uns hún er búin að ná stofuhita með að setja kremið á.
Varist að setja kremið inn í ísskáp yfir nótt því það á það til að verða grjóthart. Séu menn í vandræðum með hart krem má alltaf prófa hárblásarann í samvinnu við hrærivélina. (Reyndist mjög vel) Mjakið kreminu á. Sumum finnst gott að tvískipta kökunni og setja krem á milli.
Borðist með ískaldri mjólk.
Skrifað af Jóni Emil -
fimmtudagur, júlí 06, 2006
hnæ hnæ
Bloggið búið að vera steindautt undanfarnar vikur
Vonandi lagast það fljótlega en það er nú samt sumar
Myndir af Hróarskeldu segiði...
Skemmtileg ferð Hátt í 30 stiga hita á daginn og við frostmark á næturna (takk fyrir flíspeysuna mamma)
Frábær tónleikadagskrá en því miður sá maður bara brot af því besta
Vonandi fanga myndirnar eitthvað af því góða við Hróarskeldu