"Fögur eins og roði umhverfis sólu."
Á fallegum kvöldum eins og þessu skiptir máli að vera þolinmóður. Sólin kann að setjast á bak við sjóndeildarhringinn en þó lumar hún enn á fallegu sjónarspili. Stuttu eftir að hún sest lýsir hún himininn með bleikum bjarma. Oftast sé ég þennan bjarma í baksýnisspeglinum á leiðinni frá sólsetrinu og óska þess að ég hefði sýnt meiri þolinmæði.
Festi kaup á innrauðum filter um daginn. Ekki beinlínis besti tími ársins til þess að nota hann en stóðst samt ekki mátið. Myndin að neðan kemur beint úr vélinni.