laugardagur, febrúar 24, 2007 




Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, febrúar 19, 2007 


Jæja, hérna er ein að ofan.
Þessi er unnin með svokallaðri HDR tækni þar sem nokkrar myndir sem teknar eru við mismunandi birtuskilyrði eru sameinaðar í eina mynd. Þetta er sams konar tækni og þessi töffari og ofurnörd notar.

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, febrúar 17, 2007 

Vá hvað ég á margt eftir ólært...

og mikið virkilega hlakka ég til þess að læra það.

Í dag var Háskólakynningin. Fjöldi nemenda kom og kynnti sér nám í eðlisfræði og stærðfræði okkur til mikillar ánægju. Var með myndavélina á staðnum og reyndi að taka myndir af því sem gerðist. Tók nokkrar sæmilegar en þær voru samt fleiri sem voru illa lýstar, hreyfðar eða þá bæði. Setti samt eina eða tvær á netið, sjá www.flickr.com/photos/jonemill


Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, febrúar 14, 2007 

Ég bý á þrettándu hæð

með útsýni yfir alla Reykjavík en ég hef ekki enn þá tekið sæmilega mynd. Lofa úrbótum fljótlega. Hérna er samt ein í tilefni dagsins


eða tvær

Skrifað af Jóni Emil -


 

Var að búa til Flickr síðu

www.flickr.com/photos/jonemill

Kveðja, frá þrettándu hæðinni

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, febrúar 13, 2007 


Alltaf gaman þegar maður hittir fólk sem hefur sömu áhugamál og maður sjálfur.
Hann Friðrik tekur myndir.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, febrúar 11, 2007 

JaH

Þessi helgi hefur meira og minna farið í að reikna eitt virkilega langt dæmi.
Hafði engan tíma til að taka myndir en mæli samt með því að fólk skoði þessar síður.


World Press Photo 2007
Stuck in Customs

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, febrúar 05, 2007 

Af innrauðum filterum og sólsetrum



"Fögur eins og roði umhverfis sólu."

Á fallegum kvöldum eins og þessu skiptir máli að vera þolinmóður. Sólin kann að setjast á bak við sjóndeildarhringinn en þó lumar hún enn á fallegu sjónarspili. Stuttu eftir að hún sest lýsir hún himininn með bleikum bjarma. Oftast sé ég þennan bjarma í baksýnisspeglinum á leiðinni frá sólsetrinu og óska þess að ég hefði sýnt meiri þolinmæði.




Festi kaup á innrauðum filter um daginn. Ekki beinlínis besti tími ársins til þess að nota hann en stóðst samt ekki mátið. Myndin að neðan kemur beint úr vélinni.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, febrúar 04, 2007 


Í stuttu máli fjallar almenna afstæðiskenningin um sveigju tímarúmsins.

Myndin fyrir neðan sýnir afar sveigða snjóbreiðu og því minnir hún mig á almennu afstæðiskenninguna.




Skrifað af Jóni Emil -


 

Mig langar til að læra á photoshop


Skrifað af Jóni Emil -