Smá karlrembuhúmor sem mótvægi við allt þetta mjúka.
Þeir sem höfðu gaman af myndum frá tógakvöldinu hefðu kannski gaman af því að skoða þetta.
Elsku Álfheiður Erla,
Mín kæra systir, mér þykir svo vænt um þig. Mér þykir svo vænt um þig að ég er tilbúinn að gera allt fyrir þig, þó að ég fari stundum dálítið leynt með það. Staðreyndin er nefnilega sú að við eigum það til að rífast eins og hundur og köttur. Og þá er ég ekki að tala um rifrildi eins og Dimmalimm og Hríma gætu staðið í.
Þegar ég velti fyrir mér af hverju við eigum það til að rífast þá dettur mér fyrst í hug að það sé vegna þess að við erum svo lík. Við erum svo lík að við sjáum galla hvors annars en gerum okkur ekki grein fyrir því að þeir eru okkar eiginn.
En Álfheiður, enginn er fullkominn. Ég er ekki fullkominn og eins ótrúlega falleg og þú ert í dag þá ertu ekki alveg fullkomin. En í dag færistu nær því að verða fullorðin, og þegar maður er fullorðinn þá virðist samfélagið gera þær kröfur til manns að maður sé næstum því fullkominn.
Því segi ég við þig elsku Álfheiður. Gakktu hægt inn um þessar dyr. Og varðveittu ávallt æskuna í hjarta þínu. Hún er það fallegasta sem Guð gaf okkur.
Mikið ótrúlega er ég stoltur af íslensku ljósmyndurum og á sama tíma þakklátur fyrir að búa á svona fallegu landi.
www.dpchallenge.com
Höfum unnið síðust þrjár keppnir á dpc og síðan er ein 9 ára gömul í öðru sæti í nýjasta Free Study.
- Ég heiti Jón Emil
- Netfangið mitt er:
- jgudmund@princeton.edu
- MSN: jonemil19@hotmail.com
- Flickr: flickr.com/jonemill
- Picasa: picasaweb.
- google.com/jonemilll