fimmtudagur, maí 31, 2007 

Nýstúdentar

Nú styttist í útskrift hjá MR. Ég man hvað mér fannst það merkilegur og skemmtilegur dagur. Á sama tíma og ég óska tilvonandi nýstúdentum til hamingju með þennan stóra áfanga þá langar mig til að rifja upp stemmninguna fyrir tjahh... TVEIMUR árum síðan.





Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, maí 23, 2007 

Mér líður eins og lélegri

útgáfu af Pétri Blöndal


Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, maí 20, 2007 

Söllagrill

Allar í einu

Á föstudaginn tóku Söllar á móti sumri með afar skemmtilegri grillveislu. Eins og vill gerast þá tafðist matseldin nokkuð og gafst því tími fyrir menn til að ræða um allt milli himinns og jarðar. Ekki leið þó á löngu að menn fóru að ræða um stjórnmál enda við hæfi þessa dagana.

Margir voru sáttir með þróun mála en sumir voru þó ekki alveg eins glaðir. Persónulega lýst mér bara nokkuð vel á ríkisstjórn samfylkingarinnar og sjálfstæðisflokksins.

Er við gæddum okkur á ljúffengum grillteinum fóru menn að ræða um einhverja unga stelpu sem hafði látið þau orð falla að hún hyggðist gerast stjórnmálaður í framtíðinni. Við borðið voru menn sem fannst það virkilega asnalegt og jafnvel hallærislegt. Það getur verið vegna þess að þeir þekktu stelpuna og fannst hún bara yfir höfuð asnaleg, það hef ég ekki hugmynd um. En allavega, menn hlóu að þessum orðum hennar og sögðu að menn ættu bara ekki að segja slíka hluti. Við það mótmælti ég og spurði hvað væri rangt við það að lýsa yfir áhuga á frama í stjórnmálum. Ég hef áhuga að læra eðlisfræði, og jafnvel vinna við eðlisfræði í framtíðinni ætlar einhver að segja að það sé ekki við hæfi að ég tilkynni slíkt á bloggsíðunni minni.

Ég tel mig samt vita nokkuð vel hvað menn áttu við þegar þeir sögðu að þeim finndist tilkynning þessarar stelpu óviðeigandi og jafnvel hrokafull. Þeim finnst að stjórnmálamenn eigi að láta lítið fyrir sér fara og ef þeir eru heppnir og þeim gengur vel þá eigi þeir að feta sig hægt og bítandi upp metorðastigann uns spaðatign er náð.

Ég skil samt ekki af hverju menn eru á móti því að stjórnmálamenn landsins sýni smá hreinskilni. Er það ekki einmitt það sem fer svo mikið í taugarnar á tilvonandi stjórnarandstæðingum þessa dagana? Þeim finnst sem Geir Haarde og félagar hafi ekki verið sýnt næga hreinskilni í viðræðum sínum við framsóknarmenn sem og fjölmiðla.

Hvað er ég að reyna að segja?

Ef menn þoli ekki að fólk sé opinskátt þegar það talar um stjórnmál þá mega þeir heldur ekki vera fúlir þegar stjórnmálamenn grípa til þess að segja lítið og meina enn þá minna.






Kærar þakkir til Brynjars

Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, maí 11, 2007 

Jæja...

...þá er maður búinn. Þrír kaldir í ísskápnum bíða eftir því að verða heitari. Á morgun kosið, grillað, borðað og drukkið og síðan kannski horft. Aðeins einn hlutur gæti þó skyggt á gleðina. Þannig er nefnilega mál með vexti að lítill hýr fugl hvíslaði því að vinkonu minni að áfengissala væri óleyfileg á, og daginn fyrir, Alþingiskosningar.

Nú er ég í öngum mínum þar sem að þrír kaldir eru ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér að innbyrða af áfengi nú þegar prófunum sleppir.

Því spyr ég þá sem vita betur: ER RÍKIÐ VIRKILEGA LOKAÐ Á MORGUN!?


Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, maí 08, 2007 

Sólin...

...er svo sannarlega merkilegt fyrirbæri. Vissuð þið að ef einhver ákveður að þjappa sólinni saman þangað til að þvermál hennar er orðið minna en 3 km þá er sólin orðin að svartholi og sá sem þjappar verður líklega aldrei samur eftir verkið? Svona sniðuga hluti, og marga fleiri, lærir maður í almennu afstæðiskenningunni.


Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, maí 05, 2007 

Sumarið verður skemmtilegt...

...og þá verða Veiðivötn hápunktur sumarsins.

Ég held ég hlakki meira til þess að vera í þessari ósnortnu náttúru og jafnvel taka myndir af henni heldur en að veiða fisk.



Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, maí 04, 2007 

Ertu að meina þessa?

Skrifað af Jóni Emil -