« Home | Sólin... » | Sumarið verður skemmtilegt... » | Ertu að meina þessa? » | Hver er þetta? » | » | Escapism » | Jæja þá er því lokið » | Smá karlrembuhúmor sem mótvægi við allt þetta mjúk... » | Ræðan sem enginn heyrði, eða hvað? » | Plötucover? » 

föstudagur, maí 11, 2007 

Jæja...

...þá er maður búinn. Þrír kaldir í ísskápnum bíða eftir því að verða heitari. Á morgun kosið, grillað, borðað og drukkið og síðan kannski horft. Aðeins einn hlutur gæti þó skyggt á gleðina. Þannig er nefnilega mál með vexti að lítill hýr fugl hvíslaði því að vinkonu minni að áfengissala væri óleyfileg á, og daginn fyrir, Alþingiskosningar.

Nú er ég í öngum mínum þar sem að þrír kaldir eru ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér að innbyrða af áfengi nú þegar prófunum sleppir.

Því spyr ég þá sem vita betur: ER RÍKIÐ VIRKILEGA LOKAÐ Á MORGUN!?


Skrifað af Jóni Emil -