Elliðaárdalurinn er einstakur. Það er svo gott að geta gengið að ósnortinni náttúru í miðri höfuðborginni. Í dag skaust ég niður í dalinn. Þar sá ég tvenn brúðarhjón sem voru að láta ljósmynda sig. Síðan sá ég kall sem sat á steini og horfði á vatnið og ég sá Maríuerlu sem elti mig inn í skóginn. Ég sá ekki þessar myndir fyrr en ég kom heim.