föstudagur, ágúst 31, 2007 

Lille Sunnersta

Loksins erum við komnir með netið á Lille Sunnersta. Maður er greinilega háður þessu fyrirbæri.

Fyrsta skólavikan liðin. Báðir kúrsarnir komnir á fullt skrið; en hér keyra menn á tvöföldum hraða í gegnum efnið en taka bara tvo kúrsa í einu. Verður dáldið skrýtið að venjast því, þó að þetta sé eflaust sniðug aðferð til að læra efnið. Eru á bilinu 30-40 í kúrsunum (Kvantmekanik fortsätningskurs og Fasta tillståendets fysik) en heima á Íslandi eru kannski 10 í hvorum kúrs. Hér er allt fullt af snjöllum "krökkum" sem hafa virkilega mikinn áhuga á því sem þeir eru að gera. Þeir koma líka frá mörgum löndum, nokkrir Asíubúar, einhverjir Frakkar, fáeinir Þjóðverjar, einn frá Ástralíu o.s.frv. Kemur á óvart að einn af kennurunum mínum er Íslendingur, hann heitir Gunnar Pálsson ef einhver kannast við hann.

Við Svenni og Jón Árni ætlum að kíkja niður í bæ í kvöld. Sjá hvernig sænska djammið er.

Ein mynd komin inn á Flickr. Hún er reyndar ekkert spes en ég lofa að það koma fleiri myndir, vonandi betri, mjög fljótlega.



Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, ágúst 27, 2007 

Hej

Nú er Svenni kominn til Uppsala og erum vid búnir ad standa í útréttingum sídustu daga. Kaupa mat o.s.frv. Svenni er kominn a saenskt Triton hjól eins og ég og i thessum töludum ordum er hann í sinum fyrsta tíma í hlutafleidujöfnum. Fyrsti tíminn minn byrjar á morgun og vaeri eg ad ljúga ef eg segdist ekki vera nokkud spenntur.

Fórum út ad skokka í gaer. Hlupum fra baenum og í átt ad vatni sem er sunnan vid Uppsali. Virtist vera mjög fallegt tharna en thad var nu samt komid myrkur svo ad eg lofa engu. Thad er alla vega eins fallegt herna og á Íslandi. Ísland er líka miklu fótógenískara heldur en Uppsalir sem sést kannski best á litlu úrvali af fallegum postkortum samanborid vid Ísland.

Vid erum bunir ad kynnast einum nagranna. Thad er eldri stelpa sem eg man ekki hvad heitir en hun a tvo litla og saeta hunda. Höfum tekid eftir thvi hvad thad er mikid af hundafólki á „campusnum“ okkar. Getur verid vegna thess ad Lille Sunnersta er i raun naer SVA haskolanum sem er einhvers konar landbunadarhaskoli thar sem m.a. er bodid upp a nam i dyralaekningum. Spurning hvort ad menn fai aukaeinigar fyrir ad taka ad ser hunda.

Nuna er timinn ad renna ut. Styttist vonandi i ad vid faum netid. Tha hendi eg lika inn einhverjum myndum.

hej då,
Jón Emil

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, ágúst 23, 2007 

Úbbsala dúbbsala

Í textanum eru engir séríslenskir stafir.

Kominn til Uppsala. Dró 35 kg og hélt á 10 kg í 297,15 K hita fram og til baka í „borginni“. Svenni og ég erum hvor í sínu herbergi á sama ganginum. Hefur svo sem kosti og galla. Pínu vesen út af vegalengdinni í „borgina“ en hún er ca. 7 km, til allrar hamingju sjást sólblóm og fagrir akrar frá veginum. Eflaust skemmtilegur hjólastígur. Ekkert net á Lille Sunnersta, kemur víst eftir tíu daga en samt vonandi fyrr. Kveikti á sjónvarpinu, fyrsta sem birtist var The Simpsons, frekar sáttur. Set inn myndir strax og mögulegt er.

Sem sagt bara allt gott í fréttum.

Adjö,

ps: Mun ekki sleppa íslensku stöfunum aftur. Fáránlega erfitt!

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, ágúst 21, 2007 

Vefmyndavélar...

eru svakalega skemmtileg tækninýjung. Mæli eindregið með því að fólk prófi þetta og sjái hvað það er skemmtilegt.

Flýg út snemma á fimmtudaginn.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, ágúst 12, 2007 

Búið bless

Kveðjupartý gærdagsins heppnaðist alveg ótrúlega vel eins og myndirnar sýna.




Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, ágúst 08, 2007 

Hún er ekki dauð, bara í sumarfríi


má gera ráð fyrir færslum frá Svíþjóð von bráðar

Skrifað af Jóni Emil -