föstudagur, september 28, 2007 

Ég er í klípu

Laugardaginn 6. október tek ég Gre Physics prófið. Ég er skráður í prófið í Växjö sem er í suðurhluta Svíðþjóðar. Ég tek lest þangað en ég var að komast að því að það mun kosta um það bil 20 þúsund krónur fram og til baka, 25 þúsund með gistingu!

Ég gæti svo sem tekið prófið á Íslandi. Flugið fram og til baka myndi kosta í kringum 35 þúsund krónur. Spurning...

Annars segi ég bara takk amma fyrir skyrið, spægipylsuna, pulsurnar, pulsubrauðin, steikta laukinn og síðast en ekki síst kleinurnar.

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 27, 2007 

Mina intresse

Sedan jag var en liten pojke har jag väret intresserad av naturvetenskaperna. När jag var yngre skulle jag bli astronaut, då flyt tiden och jag fattade att det var inte mycket chans att jag kunde bli astronaut. Det var inte så häftigt, för att nu skulle jag bli en astronom. Jag var intresserad av saker som uppkomsten av planetsystemmet och hele vårt universum. Därför blev mina förälder inte överraskade när jag sade att jag skulle studera fysik. Nu studerar jag fysik och tycker att det är skönt. Om jag sitter inte på stolen och studerar, så spelar jag fotboll eller fotograferar. Jag frågade en Svensk kompis om det var några sköne platser her i Uppsala som jag kunde fotografera. Det kunde han inte komme ihåg. Men jag tycker att Fyrisåen och Domkyrkan är jättebra fotografi material.

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, september 26, 2007 

Stundum...

er maður svo þreyttur og pirraður á stanslausum bókalestri að maður getur ekki meir. Þá er gott að hafa sólblómabreiður nálægt.


Ég veit ekki með ykkur en mér finnst litirnir sem ég er að vinna með í þessari fartölvu minni eitthvað svo fáránlegir þegar ég skoða myndirnar í öðrum tölvum. Þið sjáið því að öllum líkindum aðra liti en mig langar til að sýna ykkur. En hvað um það.

Við Svenni og Jón Árni fórum í fótbolta á mánudaginn. Það var mjög gaman en síðan uppgötvaði Jón að hjólinu hans hefði verið stolið! Hér er víst um 3000 hjólum stolið árlega.

Það er í raun ekkert að frétta. Ég læri og eyði miklum tíma í að hugsa um framtíðina á kostnað líðandi stundar.

Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, september 21, 2007 

Þessa dagana

eru alls konar fallegir litir að birtast. Um daginn sáum við dádýr, ég hljóp inn og sótti myndavélina og reyndi að ná myndum af þeim en því miður tókst það ekki. Mér hafði ekki dottið í hug að þau hefðu svona mikinn stökkkraft. Fyrisáin og dómkirkjan er tilvalið myndefni. Hérna er ein sem ég tók á öðrum degi mínum hérna í Uppsölum.

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 20, 2007 

Hej hej

Verð að viðurkenna að ég hef ekki verið sérstaklega duglegur við að læra sænsku þessar fyrstu vikur í Uppsölum. Ég tel mig bara hafa mikilvægara hnöppum að hneppa þessa dagana! Spurning hvort að ég eigi eftir að sjá eftir því seinnar meir. Það kemur í ljós eins og allt hitt. Hérna er þó smá ritunaræfing fyrir sjálfan mig og alla aðra sem hafa áhuga:

I dag var jag på skolan från åtta till åtta och därför var jag trött når jag kom hjem. Vi var på basic Swedish kurs till åtta. Studenterne i kursen kommer flesta från Tyskland. Jag tyckte om jag skulle säga: "Kann jemand das Fenster aufmachen?" precis som i klasser hos Kristín. Jag är lite sjuk, men det är inte något som jag orkar inte övervinna. Nästa morgon cyklar jag till skolan klokkan kvart i åtta (om jag inte försover mig) och så har jag tre klasser från åtte till tre. Senare träffar vi Jón Árna hemma på Lille Sunnersta. Vi köbar kanske något trevligt till att äta och sedan åker vi bussen till Norrlandsnation och dansar eller pratar med studenter. Jag är mycket glad att höra att så många av våra vänner skulle komma på besög. Det bliver helt fantastisk!

Annars benti Sigrún mér á skemmtilega mynd. Á þessum tíma gat maður hlaupið 2,4 km á undir átta mínútum. Spurning hvort að maður eigi nokkurn tíman eftir að vera í eins góðu formi. (Ég ætla rétt að vona það).

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, september 16, 2007 

Kominn tími á

Okkur Svenna brá heldur betur í brún þegar við mættum þessum í þröngum stigagangi.

aðra færslu. Við Svenni vörðum síðasta föstudegi í Stokkhólmi. Við vorum því miður ekki alveg eins menningarlegir og við höfðum kannski ætlað okkur að vera en komumst að þeirri niðurstöðu að slík ferð yrði farin síðar. Í staðinn gengum við á milli verslana í miðbæ Stokkhólms á milli þess sem við virtum fyrir okkur mannlífið og heimsóttum konungsfjölskylduna. Það er gaman að segja frá því að á innan við eins ferkílómetra svæði má finna fjórar H&M verslanir. Við fórum líka í Zöru og sáum leðurjakka sem okkur Svenna langaði mjög mikið í en var allt of dýr fyrir fátæka námsmenn eins og okkur. Síðan sáum við annan jakka sem ég var næstum búinn að kaupa. Kíktum í svakalega flotta búð sem heitir Urban Outfitters, sérstaklega flott fyrir fólk sem heitir Kári Sigurðssn og er ekki byssa. Á endanum horfðumst við í augu við sannleikann og dröttuðumst yfir í H&M þar sem hægt er að fá föt á viðráðanlegu verði. Við gerðum þau mistök að taka fótadedd daginn áður og vorum þess vegna búnir í löppunum þegar við komust aftur heim til Uppsala. Við létum það þó ekki stöðva okkur og kíktum við í djamm á Värmlandsnation (sem er okkar nation) þar sem við hittum Jón Árna o.fl. Þar dönsuðum við þangað til að lappirnar gáfu sig.

Í gær kíktum við svo í heimsókn til Jóns Árna, en hann býr í Flogsta. Þar horfðum á Shevchenko sparka í hnakka, fengum okkur pitsu á kebabstað og spiluðum PES. Fengum líka að heyra tíuöskrið (fólk fer út á svalir klukkan tíu og öskrar).

Sir, do not cross the line.


H&M skyggir á Kaupþing.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, september 11, 2007 

Flokk jú

"... Preserving the environment is an important issue in Sweden. This mean disposing of your waste and rubbish in a way that is safest possible.

Komposterbart
Plast
Metall
Förpackningar
Papper
Batterier (muna það Bessi)
Glas ofärget
Glas färget
Brännbart

..."

Þetta eru sem sagt átta flokkar (ef við sleppum batteríum) sem þýðir átta mismunandi ílát fyrir rusl. Ég læt mér nægja að hafa sex.

Ångström Laboratoriet

Fyrir utan Ångström Laboratoriet er erfitt að fá stæði fyrir hjólið sitt á meðan bílastæðin standa flest auð. Á Íslandi nefnum við vegalengdir, veður, vegakerfi o.fl. þegar við reynum að útskýra af hverju við notum bílinn svona mikið. En hvernig útskýrum við hvers vegna við erum ekki eins dugleg að endurvinna og Svíar? Í Ångström nota menn afar smekklega IKEA skápa undir rusl. Getum við ekki verið með burstað ál?

Ég spurði Jimmy (sem er sænskur) hvort að það væru einhverjir sérstaklega fallegir staðir í Svíþjóð, staðir þar sem það gæti verið gaman að taka myndir. Honum datt ekkert í hug...

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, september 10, 2007 

Það er ótrúlegt...

hvað maður borðar mikið og hvað það kostar að borða vel. Einhverra hluta vegna hafði ég ekki leitt hugann að þessu. Spurning hvort að maður fari út í skóg að tína snigla?


Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 06, 2007 


Ja, må han leva!
Ja, må han leva!
Ja, må han leva uti hundrade år!
Javisst ska han leva!
Javisst ska han leva!
Javisst ska han leva uti hundrade år!


Och när han har levat
Och när han har levat
Och när han har levat uti hundrade år!
Ja, då ska han skjutas.
Ja, då ska han skjutas
Ja, då ska han skjutas på en skottkärra fram!


Och när han har skjutits
Och när han har skjutits
Och när han har skjutits på en skottkärra fram
Ja, då ska han hängas
Ja, då ska han hängas
Ja, då ska han hängas på en häst bakåfram!


Och när han har hängts
Och när han har hängts
Och när han har hängts på en häst bakåfram
Ja, då ska han dränkas
Ja, då ska han dränkas
Ja, då ska han dränkas i en flaska champange!

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, september 04, 2007 

Sniglaskógur


Í þessum skógi má finna fjöldan allan af sniglum. Húsið sem við Svenni búum í er beint fyrir neðan sólina á myndinni.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, september 02, 2007 

Lítið af viti...

gert um helgina. Okkur tókst þó að baka eina köku.


Leitum nú að fólki til að bjóða í kökuboð.

Skrifað af Jóni Emil -