miðvikudagur, október 31, 2007 

Vegaometamót

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, október 30, 2007 

Innlifun

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, október 29, 2007 

Haust

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, október 24, 2007 

Mitt första husdjur

Mitt första och enda husdjur är en katt som heter Hríma. Hrím är ett islandsk ord som betyder glas eller frost. Det som vi kan se på våra fönster då det har varit en kall natt. Hun er grå och jättefet. Det har hon varit sidan hon blev kastrerad. Vi forstår inte varför, men vi tycker att det kom när hon undergick operationen. Hon har alltid varit lite blyg, kanske på grund av hennes stora “magepåse” som svangar när hon försöker att springa från de dumma katter som retar henne. Familjens vänner tittar på henne och säger att hon ser ut som en känguru. Det känns hårt att höra det, för vi tycker att hon är fin. En del av hennes blyghet kan komma ifrån att hon har en dålig urinblåsa, hon har ingen kontroll över den. När hon så en lädersoffa eller en ryggsäck så var hon tvungen att kissa på dem. Det kunde vara svårt när jag kunde inte lämna in mina läxor för de var täckta av piss. Min ryggsäck stank. Hríma var en kisse som kissade. Jag tycker att det låter lite konstigt. I alla fall, även om hennes brister kan vara lite frustrerande så bryr vi inte om det. Hon er jo vårt husdjur.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, október 23, 2007 

Þessi dagur byrjar líka vel

http://www.isv.uu.se/thep/courses/QM/071019-result.html

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, október 22, 2007 

Virkilega góður dagur

Við kláruðum 5 tíma prófin, fórum á Max, fórum í tíma(!), heim, fótbolti (skoruðum mörk), O'Connors (Newcastle vann Tottenham), hringdi heim á leiðinni heim.


Sáttir í háttinn.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, október 16, 2007 

En säl som simmar

Hér er selurinn sem Sóley nefndi og Höskuldur segir að sé ekki til. Á Íslandi finnast tvær tegundir af selum ef ég man rétt. Hver getur sagt mér hvaða tegund þetta er? Ég veit ekki svarið...


Ég á það til að sleppa mér í photoshop.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, október 14, 2007 

Svenni



Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, október 11, 2007 

Tvennt

Það er virkilega gaman í skólanum þessa dagana. Gaman að vinna að tilraun með kurteisum Frakka sem heitir Florian undir handleiðslu Írana (kom í ljós að hann er ekki Serbi) sem talar eins og Borat. Rétt hjá okkur sitja Þjóðverjar. Í næstu kennslustofu er grísk karlremba (sem minnir mig á aðra gríska karlrembu) og handan við hornið hjálpar Gunnar nokkur Pálsson Kínverjum að reikna bandvíddir. Virkilega alþjóðlegt umhverfi og allt morandi í áhugasömum nemum.

Varðandi sviptingar í borgarstjórn: Stjórnmálamenn eru með völd á heilanum. Þeir keppast um forsætið og í þeirra augum standa menn sig vel ef þeir sitja lengi við stjórnvölin. Það er í eðli þeirra að hugsa fyrst um sjálfa sig og síðan um hag hins almenna borgara. Ég velti fyrir mér hvort að það sé hægt að finna kerfi þar sem þessu hefur verið snúið við.

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, október 07, 2007 

GRE Physics

Jæja, þá er þessu ferðalagi lokið. Sænska sveitin virtist vera róleg, sérstaklega vötnin, ég hugsa að það sé fallegt að vera á báti í morgunsárið þegar þokuslæðan liggur yfir vötnunum. Växjö þótti mér vera afar óspennandi til að byrja með. Hótelið var ekki upp á marga fiska (eins og búast mátti við) en síðan þegar prófið var búið þá gengum við út í alveg hreint yndislegt veður. Við ákváðum að ganga þessa 5 km frá háskólanum og yfir á lestarstöðina, þ.e.a.s. ég og eþíópíski skiptineminn Bekele. Hann er búinn með masterinn í eðlisfræði og er að íhuga að fara til Bandaríkjanna í eitthvað sem kallast bio electronics. Er við gengum meðfram vötnunum fræddist ég um sögu Eþíópíu, vandræði í Sómalíu og Erítreu, rastafarí o.fl. Virtist vera afar fínn gaur.

Síðan kvöddumst við og ég gekk að sporinu mínu. Þar hitti ég bandaríska stelpu sem heitir Jessica. Hún hafði verið að taka GRE Biology og var ekkert allt of sátt með prófið. Það kom í ljós að hún hefur búið í Uppsölum í tvö ár. Við töluðumst við á leiðinni heim, merkilegt hvað bandarískum stelpum finnst gaman að tala. Hafði reyndar nett gaman af því líka. Við töluðum um ástandið í Bandaríkjunum, hvalveiðar Íslendinga, fyrrverandi kærasta hennar sem er kúrdi, hesta o.m.fl.

Ég er mjög sáttur með prófið. Reyndar búinn að fatta tvær vitleysur sem ég gerði en það er svo sem ekki við öðru að búast þegar þetta eru 100 spurningar á 170 mín.

Jæja, bless í bili

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, október 04, 2007 

Voff

Skrifað af Jóni Emil -