þriðjudagur, september 30, 2008 

Nassau Hall


Athyglisverð umfjöllun um þessa byggingu á Wikipedia. Brot úr henni hér fyrir neðan:

The British Redcoats seized control of Nassau Hall in 1776, and American soldiers were forced to fire upon their own building in the Battle of Princeton on January 3, 1777. Three cannonballs were fired, but only two made contact. One glanced off the south side of the building. The damage can still be seen today. Another cannonball flew through a window in the Faculty Room and "decapitated" King George's portrait. The result of the battle was a decisive Patriot victory, and Nassau Hall was retaken by the Americans.

Skrifað af Jóni Emil -


 

Stjarni við Gljúfrastein

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 25, 2008 

Skokkhringurinn og eðlisfræðitöffarar

Í kvöld tók ég mér frí frá bókunum og skokkaði fram hjá húsinu hans Einstein's.

Það er strákur hérna á fyrsta árinu í eðlisfræði sem á pabba sem er eðlisfræðingur og jafnframt sonur eðlisfræðings sem lærði undir Heisenberg. Nokkuð töff!

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, september 21, 2008 

Kapellan


Önnur stærsta háskólakapella í USA skv. Wikipedia. Virkilega falleg!

Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, september 19, 2008 

Góð athugasemd

Ég er ánægður með athugasemd frá Dyggum lesanda. Nánar til tekið að það sé ekki skylda að photoshoppa hverja einustu mynd. Hún gefur mér tilefni til þess að fjalla um myndvinnslu stafrænna ljósmynda og bera hana saman við vinnslu mynda í myrkraherbergjum.

Án þess þó að vita það þá tel að fréttaljósmyndarar sverji einhvers konar eið þar sem þeir heita því að þeir muni ekki eiga við myndirnar sýnar eftir að þær eru teknar. Þess vegna getum við verið nokkuð viss um að ekki hefur verið átt við myndirnar sem við sjáum í Kringlunni á ári hverju, þ.e. sigurvegara World Press Photo keppninnar. Mér finnst alla vega sjálfsögð sú krafa að fjölmiðlar birti blákaldan raunveruleikann. Enda viljum við geta treyst fjölmiðlum.

Það eru margir sem hugsa fyrst til glanstímaritanna þegar þeir heyra frasann "að photoshoppa". Enda eru líklega allar þær myndir sem að við sjáum í tímaritum á borð við Cosmopolitan og Vogue photoshoppaðar að einhverju leyti. Ég man eftir auglýsingu frá Dove sem sýndi hvernig breyta mætti ósköp venjulegri konu í eitthvað sem líktist súpermódeli með hjálp heppilegrar lýsingar, andlitsfarða og stafrænnar myndvinnslu. Ég man líka eftir því að hafa flett einu af íslensku glanstímaritunum og sjá forsíðumynd sem var greinilega photoshoppuð og sjá síðan nákvæmlega sömu mynd óunna inni í tímaritinu. Það var pínlegt bæði fyrir ljósmyndarann og manneskjuna sem setur upp blaðið en þó ekki síður fyrir módelin. Á forsíðunni mátti sjá mynd af hraustlegum og óaðfinnanlegum fyrirsætum en inni tímaritinu sýndu fyrirsæturnar sitt raunverulega andlit. Svona hlutir finnst mér koma óorði á stafræna myndvinnslu og jafnframt kalla fram almennan misskilning.

Áður en að stafræna myndformið náði yfirhöndinni notuðust ljósmyndarar við myrkraherbergi og framköllunarvökva til þess að framkalla myndirnar sínar. Þetta ættu allir að vita. Það eru færri sem að vita að ljósmyndarar höfðu ýmis brögð til þess að breyta myndum sínum til þess að þær yrðu þeim meira að skapi. Ímyndum okkur t.d. að ég vilji lýsa eða dekkja ákveðinn hluta myndar í photoshop. Til þess nota ég tól sem heita dodge eða burn. Þessi hugtök, þ.e.a.s. dodge og burn, voru einnig notuð í myrkaherbergjunum.

Það að auka skerpu myndarinnar, auka muninn á björtum og dökkum myndfleti (e. contrast) fínstilla liti, allt eru þetta hlutir sem hægt er að eiga við í prentunarferlinu. Með því að velja hentugan pappír, rétt blek o.s.frv.

Í gamla daga urðu ljósmyndarar að prenta út myndirnar sínar ef þeir vildu sýna þær einhverjum. Í dag, með tilkomu tölvuskjáa og internetsins, get ég tekið mynd í Princeton og sýnt fólkinu heima Íslandi á augabragði. Prentunarferlið er því að mörgu leyti orðið úrellt eða óþarft. Þ.a.l. verð ég að ákveða hvort að ég vilji sýna myndina eins og kemur beint úr myndavélinni eða hvort ég vilji fínstilla (eða í sumum tilfellum gjörbreyta henni) eftir minni hentisemi.

Þeir sem líta á ljósmyndun sem einhvers konar listform, eða alla vega leið til þess að skapa hughrif meðal áhorfandans, verða því að ákveða hvar þeir ætla að draga mörkin. Persónulega leyfi ég mér að hnika þessari línu eftir aðstæðum en þá kemur líka oft fyrir að ég horfi til baka og finnist ég hafa ofunnið ákveðnar myndir. Að sama skapi getur verið að ég ofbjóði þeim sem horfa á myndirnar en að sjálfsögðu eru smekkur fólks mjög mismunandi.

Ljósmyndarar eru því í ákveðinni klemmu þegar kemur að hinum stafræna sýningarsal. Til að bæta gráu ofan á svart þá eru tölvuskjáir af öllum stærðum og gerðum og sýna þ.a.l. liti, birtu og andstæður á mismunandi hátt.

Að lokum langar mig til þess að sýna síðustu tvær ljósmyndirnar sem ég setti á Flickr, fyrir og eftir myndvinnslu.



Fyrir


Eftir


Fyrir


Eftir

Jæja, ég er farinn að kenna eðlisfræðingunum hvernig drekka skuli Ópal og Brennivín. Þess má geta að það er líklega það eina sem ég get kennt þessum krökkum...

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 18, 2008 

Prelim prófin

verða strembin.


Annars setti ég aðra mynd af GC inn á Flickr...

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, september 16, 2008 

Fyrsta myndin

Sæl og blessuð öllsömul. Nú var nýja tölvan að renna í hlaðið. Að sjálfsögðu var það fyrsta, tjahh eftir að ég var búinn að "skypa" heim, sem ég gerði að setja upp Photoshop og fullvinna fyrstu myndina frá Princeton. Fleiri myndir koma vonandi fljótlega.


Þessi mynd sýnir Old Graduate College (kastalann). Ég er í íbúð í New Graduate College, byggingu sem er gott dæmi um minimalisma sjöunda áratugarins.

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, september 15, 2008 

The heat is on!

er viðeigandi upphrópun þessa dagana. Skólinn er byrjaður, fyrstu heimadæmin komin í hús, það voru 33°C í dag og ágætis raki í þokkabót. Klukkan er 11 og það er enn þá of heitt til að læra (engin loftkæling í herberginu mínu). Sem betur fer eru skólabyggingarnar loftkældar...

Nú er ein vika síðan ég kom til USA og ég myndi segja að aðlögunarferlið væri langt á veg komið. Það eru nokkrir hlutir sem mun líklega taka lengri tíma að aðlagast. T.d. er matarræði Ameríkana svo sykur "orienterað" að meira að segja mér finnst of mikið af hinu góða. Ætli það venjist samt ekki :)

Á líka mjög erfitt með að venjast því hvernig þeir heilsa hvor öðrum. Í flestum tilfellum þegar ég heilsa ameríkana þá segi ég "Hi," og hann svarar "Hi, how's it going?" Þetta segir hann jafnvel þó að við séum að labba fram hjá hvor öðrum í stigagangi. Mér finnst eins og ég verði að svara en þegar ég er búinn að finna svar við spurningunni þá er kaninn á bak og burt. Fáránlegt...

Hef ekki tekið mikið af myndum. Bæti úr því mjög fljótlega. Þangað til læt ég þessar myndir sem ég fann á Flickr duga. Þær sýna Procter Hall, matsalinn okkar. Sumir ganga svo langt að kalla hann Hogwarts matsalinn, það eru alla vega fjórar raðir af borðum...






Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 11, 2008 

Ahhh,

fátt betra en ískaldur vatnssopi, sérstaklega eftir dag sem þennan :)

Nú er dagur 3 senn á enda en mér líður satt að segja eins og ég hafi rétt svo stigið út úr flugvélinni. Síðustu dagar hafa verið vægast sagt annasamir. Búinn að þurfa að ganga frá alls konar umsóknareyðublöðum, skattaeyðublöðu, SSN-eyðublöðum (kennitölu), launaeyðublöðum, enskukunnáttueyðublöðum og ég veit ekki hvað og hvað. Mér leið á tíma eins og Ástríki nú eða Steinríki er þeir þeyttust á milli hæða í leit að stimpli á bláa eyðublaðið. Þessu ferli er nú blessunarlega að mestu leyti lokið og ég get farið að einbeita mér að náminu.

Krakkarnir í eðlisfræði eru skemmtilegir. Það gladdi mig mjög að sjá að mikill áhugi er fyrir fótbolta innan deildarinnar. Á mánudaginn hittust fyrstaársnemarnir í eðlisfræði og spiluðu fótbolta fyrir utan GC í blíðskaparveðri. Það kom mér á óvart hvað það voru margir sem kunnu sitthvað fyrir sér þessari íþrótt . Við erum að hugsa um að stofna lið svo að við getum tekið þátt í millideildarfótboltamótinu (e. intermural soccer tournament). Vona að það gangi upp :)

Hann Geir Þórarinsson, hinn íslenski nemandinn við Princeton, hefur veitt mér aðstoð við að koma mér fyrir síðustu daga. Hann er búinn að vera virkilega vingjarnlegur og það er gott að vita að maður hefur slíkan hauk í horni. Við fórum í verslunarleiðangur á mánudaginn og í kvöld og hefur okkur tekist að ná í flestar nauðsynjar. Nú er ég t.d. kominn með sæng, kodda, rúmföt, herðatré, regnhlíf, gatara, alls konar hreinlætisvörur, vatn, viftu, ískáp, reiðhjól og sitthvað fleira. Ótrúlegt en satt þá rýmir herbergið alla þessa hluti :)

Ég hlakka jafnframt til þess að hitta Völlu, kærustuna hans Geirs, en hún er búin að vera í Frakklandi. Svenni og Villi ætla að kíkja í heimsókn einhvern tímann milli 15. og 22. október og síðan kemur Dórótea í heimsókn í fyrri hluta nóvembers. Ég ætla mér jafnframt að koma heim um jólin en mér þykir líklegt að ég stoppi stutt. Jafnvel að ég verði kominn út aftur fyrir áramót. Sjáum samt til...

Ég er kominn með svona ódýran "go-phone" gsm síma auk þess sem ég er að reyna að koma upp borðsíma hérna í herberginu. Símanúmerin eru, GSM: 609-216-5594, borðsíminn: 609-986-8233. Endilega sláið á þráðinn.

Annars læt ég þetta duga í bili. Myndir koma fljótlega. Sakna Íslands, sakna vina og vandamanna.


Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, september 07, 2008 

Bless í bili

Kveðjudæmið var frábært fyrir utan kveðjustundirnar, þær voru erfiðar. Það er gott að eiga ykkur að. Hlakka til að sjá ykkur :)

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, september 04, 2008 

Myndir frá útskriftinni

Setti myndir frá útskriftinni inn á Picasa. Systir mín tók flestar þessara mynda og það er greinilegt af þeim (og reyndar fleiri myndum) að henni er margt til lista lagt.

Annars hef ég svolítið verið að googla hinu og þessu varðandi Princeton. Rakst á Picasasíðuna hans Arnab's þar sá ég myndir innan úr herberginu hans í New Graduate College, þær eru hér. Eins og sjá má eru vistarverurnar ansi smáar, ég las að herbergið sé ca. 10 fermetrar og virðast þessar myndir staðfesta það. Samt ætti þetta ekki að vera svo slæmt þegar maður er búinn að koma sér almennilega fyrir...

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, september 02, 2008 

Hænsni

Tók mynd af hana um helgina. Sú mynd minnti mig á mynd sem ég tók af páfugli í Harlem nú í vor. Ákvað að skella þeim á netið...


Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, september 01, 2008 

Skemmtilegur hestur

Skrifað af Jóni Emil -