miðvikudagur, október 29, 2008 

dú Dú DÚ

We're sorry, all circuits are busy now. Will you please try again later.

Já þeir eru soldið aftarlega á merinni þessir kanar þegar kemur að símnotkun. Talandi um síma, ég er búinn að skipta um gsm síma. Guilherme og ég fórum saman í family plan undir Andrew en það á eflaust eftir að spara okkur einhverja dollara. Nýja númerið er:

609-216-4484

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, október 27, 2008 

ETS

is the devil.

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, október 25, 2008 

Anushya og Blake

Anushya kemur frá IIT (Indian Institute of Technology) sem minnir mig á þennan brandara.

Blake er amerískur en hann ólst upp í Þýskalandi og tók undergradinn í Cambridge. Ameríkönunum þykir hann tala með enskum hreim, Englendingunum finnst að hann tali með amerískum hreim. Af þessari ástæðu, og mörgum öðrum, er mjög skemmtilegt að hlusta á hann tala.


Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, október 19, 2008 

Heimsókn frá strákunum

Góðan og blessaðan haustmorgun,

Svenni og Villi komu í heimsókn á föstudaginn. Ég sýndi þeim skólalóðina, skrifstofuna mína og heimilið. Síðan fórum við út að borða og enduðum á D-bar þar sem okkur tókst meðal annars að klára eina Opal flösku. Geiri og Valla komu líka á D-bar sem þýðir að þarna voru ca. 0.02% af íslensku þjóðinni. Hann Blake er eins og áður hefur komið fram búinn að vera duglegur að jappla á Opali enda kann hann nú að meta efnið á vökvaformi. Ég held að strákunum hafi þótt gaman, mér þótti alla vega frábært að fá svona heimsókn, og þeir voru líka imponeraðir yfir aðstöðunni hérna. Held að þeir ætli meira að segja að sækja um hérna fyrir næsta haust. Væri frábært að fá fleiri Íslendinga hingað :)




Maður veit að kennarinn manns er reynslumikill tilraunaeðlisfræðingur þegar hann segir með bros á vör:

"I've had many of my friends electricuted to death. Now if you have a voltage of around 1000 volts you'll notice it because ozone is being produced, which you'll be able to smell, and you'll even see sparks between the electrodes. 120 volts, the voltage in our houses, thats not enough to kill you unless youre really unlucky, e.g. standing in a poddle or something. Now, 500 volts, that will get you everytime."

Spurning hvort að maður fari ekki bara í fræðilegu eðlisfræðina...

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, október 14, 2008 

Góð blanda

Harðfiskur og Dr. Pepper

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, október 13, 2008 

Haustið er komið

Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, október 11, 2008 

Vídeó



Langaði til að prófa að búa til video úr myndum sem ég tók í kveðjupartýinu. Tók 5 mínútur með Windows Movie Maker. Rauði liturinn í myndbandinu er youtube að kenna...

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, október 09, 2008 

Áhugavert fyrir suma

Jón nokkur Nash með skrifstofu hinum megin við stíginn...

Athyglisvert að lesa um manninn, sagan er allt öðruvísi heldur en myndin gefur til kynna.

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, október 06, 2008 

Opal

Ég minntist á það hérna um daginn að ég ætlaði að kenna krökkunum að drekka opal og brennivín. Drykkirnir vöktu mikla lukku þó að framsetningin hafi hugsanlega þótt meira spennandi heldur en bragðið. Það var mikið um stunur og grettur þegar flöskurnar gengu á milli manna. Margir sögðu að opal bragðaðist eins og hóstasaft, og væri þ.a.l. ógeðslegt, einhver sagði að það minnti á munnskol. Almennt áttu menn einfaldara með að drekka brennivínið heldur en opalið. Það þykir Íslendingum að sjálfsögðu mjög skrýtið. Sjálfur reyndi ég að þykjast hörkutól þegar ég skelli báðum drykkjunum í mig eins og ekkert væri.

Stuttu eftir þessa umræddu vínsmökkun barst mér sending frá elsku mömmu. Var þar að finna sængurver ásamt íslensku nammi. Og viti menn, þar voru m.a. tveir pakkar af rauðum opal. Nammið féll strax í góðan jarðveg. Sérstaklega hjá skrifstofufélaga mínum honum Blake. Hann er gífurlega snjall og hraðleysinn, þ.e.a.s. hann leysir dæmi hratt og örugglega. Honum finnst rauði opalinn ótrúlega góður en er ekki beinlínis sama sinnis um drykkinn.

Nú er ég búinn að biðja mömmu um meira opal. Helst í öllum regnbogans litum. Síðan er planið að dreifa þessu gotterí meðal nemandanna og láta þá gæða sér á þessu í nokkrar vikur. Loks, þegar Dórótea kemur í heimsókn, tjahh eða Svenni og Villi, Þá væri óskandi að maður gæti boðið krökkunum upp á meira opal og athugað hvort að nammiátið geri það að verkum að krakkarnir kunni að meta drykkinn.

Í dag spiluðum við fyrsta leikinn í intramural deildinni. Við unnum 5-3 í leik þar sem markverðirnir áttu smáleik. Tókst báðum að misreikna skopp vegna skots af löngu færi sem skoppaði í jörðina og yfir hausinn á þeim. Seinna markið kom eftir misheppnaða sendingu frá hinum enda vallarins (sendingin var mín). Það var vægast sagt hlægilegt. Það var margt annað hlægilegt í þessum leik. T.d. fannst mér fyndið að hlusta á ameríkanana heimta að rangstöðureglan yrði notuð í leik þar sem 6 spiluðu á móti 6. Enn þá skemmtilegra fannst mér þegar þeir heimtuðu rangstöðu úr innkasti. Annars var gaman að spila fótbolta í góða veðrinu.

Síðan er ég búinn að kaupa mér squash spaða og hokkískauta. Margir af eðlisfræðingunum spila squash enda er sú íþrótt vinsæl meðal nörda, fyrir utan það að hún er virkilega skemmtileg. Það er skautasvell hérna á svæðinu og David og ég reynum að byrja suma daga snemma með því að renna okkur á svellinu.

Skrifstofan okkar heitir the Schmoffice í höfuðið á Michale Mooney, hinum skrifstofufélaganum mínum, sem er gjarnan kallaður Schmooney. Það er mikill gestgangur á skrifstofunni og þykir okkur fátt skemmtilegri en að brjóta heilann yfir erfiðum dæmum. Reyndar sé ég oftast um að brjóta heilann meðan Blake leysir dæmið.

Vona að hlutirnir heima fara á besta veg...



Skrifað af Jóni Emil -