laugardagur, febrúar 28, 2009 

Farinn í bolta


hérna

Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, febrúar 27, 2009 

Hafið þið

séð myndirnar sem systir mín er að taka? Hún er hæfileikaríkur ljósmyndari og ég er virkilega stoltur af henni.

Skrifað af Jóni Emil -


fimmtudagur, febrúar 26, 2009 

Hugsanlegt comeback

Ég hef ekki skrifað mikið á þessa síðu undanfarið, hugsanlega vegna anna, tjahh, eða bara leti.

Á síðustu vikum þurfti ég að gera upp við mig með hvaða tilraunahóp ég hæfi störf. Var ég þar að velja á milli rannsókna á hulduefni eða tilraunar í heimsfræði sem ber heitir Spider. Ég ákvað seinni valkostinn þó að ég hafi verið ansi efins um tíma. Á endanum fékk það sem menn kalla „the gut feeling“ að ráða. (Úff, ég vona að ég sé ekki að glopra niður íslenskunni).

En alla vega, Spider verkefnið er tilraun sem unnin er í samstarfi með Caltech, Jet Propulsion Laboratories, NASA, Imperial College, University of Toronto og nokkrum öðrum stofnunum. Fyrsti áfanginn felur í sér að láta sjónauka svífa í 30 km hæð yfir Ástralíu. Þar mun hann gera mælingar á skautun örbylgjukliðarins ásamt nokkrum eiginleikum himingeimsins. Ef að þessi ferð heppnast vel munu fleiri leiðangrar verða gerðir út. Líklega frá Suðurheimskautinu.

Leiðbeinandi minn heitir Bill Jones, glænýr prófessor hérna í Princeton. Hann er með einn postdoc, hana Cynthiu, en auk mín er annar graduate nemi, Sasha, að hefja störf með honum.

Ég ætla mér að vera miklu duglegri að færa hluti inn á þessa síðu í framtínni.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, febrúar 10, 2009 

Sjaldan

hef ég átt erfiðara með að gera upp hug minn...


Skrifað af Jóni Emil -