« Home | Ekki bjóst ég við eftirfarandi: » | Brynjuís » | Slúður » | Farinn í bolta » | Hafið þið » | Hugsanlegt comeback » | Sjaldan » | Reynisdrangar » | Kominn heim » | Í nótt » 

sunnudagur, mars 08, 2009 

Heimsókn frá Hössa

Höskuldur kom í heimsókn á föstudeginum. Við kíktum á eðlisfræðideildina, á Friday beer, í bolta á leikvanginum og síðan á Dússabar.

Daginn eftir fórum við til NYC þar sem við kíktum á Natural History Museum og sáum risaeðlur og loðfíla og síðan á uppistandsklúbb. Var okkur vísað til sæta í fremstu röð, þ.e.a.s. innan skotfæris, og að sjálfsögðu vorum við teknir fyrir. Ekkert fyrir neðan beltisstað þó, bara gaman. Hins vegar voru aðrir í salnum teknir fyrir á margfalt verri hátt. Aumingja hobbitinn...

Við tókum lestina heim klukkan 5:17 og vorum komnir til Princeton um hálf sjö. Í dag fórum við í heimsókn til Institute for Advanced Study (IAS) þar sem að við sáum skrifstofuna hans Einsteins. Á bakaleiðinni sáum við rauðan fugl og húsið hans Einsteins.



Northern Cardinal




Skrifað af Jóni Emil -