miðvikudagur, júní 17, 2009 

Fljótandi köfnunarefni

Gerði mér vonir um passlega rólegt sumar, nú þegar kúrsarnir væru búnir. Hugsanlega svona ca. 10 tíma vinnudag og síðan bara rólegheit að honum loknum. Ónei ónei, það held ég nú ekki. Kemur í ljós að á sumrin er talsvert meira að gera hérna í Princeton en á veturna. Hvenær endar þetta?

Er eins og er í Colorado til að fylgjast með kælingu kuldageymisins okkar (það vantar gott íslenskt orð fyrir cryostat, tillögur vel þegnar). Í gær varð smá slys hjá köllunum í Redstone aerospace þar sem nokkrir tugir lítra af fljótandi köfnunarefni féllu á gólf rannsóknarstofunnar. Lítil hætta á ferð, en aumingjans málningin á gólfinu splundraðist og skildi eftir hreint steingólfið. Tvær lexíur, hugsa áður en þú framkvæmir, og málningu má einfaldlega fjarlægja af steini með fljótandi köfnunarefni (ca. 100 kr per líter).

Bústaðferðin hefur verið staðfest, hún verður síðustu helgina í júlí. Allir sem lesa þetta eru velkomnir (þeir eru nógu fáir). Kem heim 17. júlí. Get varla beðið!

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, júní 10, 2009 

Eldingar

Var úti að hjóla í morgun í algjöru úrhelli. Sá eldingu slá niður í innan við 300 metra fjarlægð. Hjólaði ansi hratt eftir það...

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, júní 03, 2009 

EMERGENCY NOTIFICATION -- ALL CLEAR

At 11:25 a.m. Wednesday, June 3, Princeton University's Department of Public Safety issued an all clear, and has reported there was no gunman on campus.

Campus community members should resume normal activities. The investigation was conducted with Princeton Borough police assisted by Township police, and the Department of Public Safety has re-opened the campus.

At 10:36 a.m., a male with what appeared to be a handgun was reported near the vicinity of Dod Hall dormitory. There was no report of any threatening behavior or injuries. Public Safety responded immediately by issuing a campus alert instructing people to stay indoors, by patrolling and by limiting access to campus.

The first report and a second tip led Borough police to four juveniles who were taken into custody near campus. The questioning revealed that the suspected handgun was a dark green plastic toy that could be confused with an actual weapon. The toy was retrieved near the Wawa on University Place.

The juveniles are not Princeton University students.

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, júní 02, 2009 

Afturendinn


á the Graduate College. Salurinn heitir Procter Hall. Í fjarska má sjá Cleveland Tower.

Skrifað af Jóni Emil -