« Home | Reunions » | Afrakstur dagsins » | Nýja íbúðin » | Hvað er í fréttum? » | Prufa » | 13 Himbrimar » | JEG og ÁEG » | Afi og ÁEG » | Tekið » | Amma og afi » 

laugardagur, mars 20, 2010 

Heimurinn er fallegur

Hluti af þeirri vinnu sem er unnin í hópnum okkar snýr að Planck tilrauninni. Planck er gervitungl sem var skotið upp vorið 2009 og sveimar nú í ákveðnum þyngdarbrunni 1.5 milljón km frá jörðu. Planck skoðar ljós sem er meira en þúsund sinnum orkuminna en ljósið sem við sjáum með eigin augum. Hluti af þessari vinnu snýr að þróun „myndavéla“ sem nema þessa láorkuljósgeisla.

Planck gervitunglið er að ljúka við myndun allrar himinhvelfingarinnar en umfjöllun um afraksturinn má meðal annars finna hér.


(langaði eiginlega bara til að sýna þessa frábæru mynd)

Skrifað af Jóni Emil -