fimmtudagur, mars 26, 2009 

Longmont, Colorado

er í 1600 m hæð yfir sjávarmáli. Það gerir það að verkum að andrúmsloftið er þynnra hér heldur en maður á að venjast. Ansi skemmtilegt að uppgötva það eftir að hafa verið að velta fyrir sér hvort að maður væri endanlega að detta úr formi.

Denver International airport er ansi flottur. Myndir á veggjum sýndu Sólheimajökul í rénun, blóðugan steypireyð og geirfugl. Því miður sá ég enga pappírspésa. Á leiðinni frá flugvellinum sá ég hins vegar prairie dogs (ísl. sléttuhunda?).


Búið að vera nóg að gera en vonandi kemst ég upp í fjöllin, sem eru fjarska falleg, um helgina. Þetta fjall sést meðal annars héðan.

Skrifað af Jóni Emil -


miðvikudagur, mars 18, 2009 

Algengur misskilningur

Sá nemandi sem ég lít hvað mest upp til og tel vera gífurlega snjallan einstakling spurði mig í kvöld hvort að nafnið Ísland væri ekki vísun í það að landið væri eyja. Þ.e.a.s. að landið héti Ísland vegna þess að það væri "island". Að sjálfsögðu sagði ég nei en við það vaknaði jafnframt spurning. Er þetta algengur misskilningur?

Annars er það í fréttum að ég fer til Colorado eftir viku. Mun vinna í smábæ sem heitir Longmont, rétt hjá Boulder, rétt hjá Denver. Fyrirtækið heitir Redstone aerospace og ég vona svo sannarlega að það tengist Wernher von Braun á engan hátt.

Sá sex dádýr fyrir utan GC í gærkvöldi...

Bless bili

Skrifað af Jóni Emil -


sunnudagur, mars 08, 2009 

Heimsókn frá Hössa

Höskuldur kom í heimsókn á föstudeginum. Við kíktum á eðlisfræðideildina, á Friday beer, í bolta á leikvanginum og síðan á Dússabar.

Daginn eftir fórum við til NYC þar sem við kíktum á Natural History Museum og sáum risaeðlur og loðfíla og síðan á uppistandsklúbb. Var okkur vísað til sæta í fremstu röð, þ.e.a.s. innan skotfæris, og að sjálfsögðu vorum við teknir fyrir. Ekkert fyrir neðan beltisstað þó, bara gaman. Hins vegar voru aðrir í salnum teknir fyrir á margfalt verri hátt. Aumingja hobbitinn...

Við tókum lestina heim klukkan 5:17 og vorum komnir til Princeton um hálf sjö. Í dag fórum við í heimsókn til Institute for Advanced Study (IAS) þar sem að við sáum skrifstofuna hans Einsteins. Á bakaleiðinni sáum við rauðan fugl og húsið hans Einsteins.Northern Cardinal
Skrifað af Jóni Emil -


laugardagur, mars 07, 2009 

Ekki bjóst ég við eftirfarandi:Mig langar í ryksugu...

Skrifað af Jóni Emil -


föstudagur, mars 06, 2009 

Brynjuís

og ég sem hélt að Brynjuísinn væri alíslenskt fyrirbæri. Ónei, hér fæst hann í „the Jewish Center.“

Skrifað af Jóni Emil -


mánudagur, mars 02, 2009 

Slúður

Ca. 50 nemendum var boðið að hefja doktorsnám við Princeton á síðasta ári. Af þeim þáðu tæplega 30. Þetta ár var ca. 30 nemendum boðið að hefja nám...

Skrifað af Jóni Emil -