sunnudagur, febrúar 28, 2010 

Hvað er í fréttum?

Dóra er komin inn í Princeton! Ætlum að bíða og sjá hvað hinir skólarnir segja áður en að einhverjar ákvarðanir eru teknar. Það verður að segjast að Princeton hefur alla vega einn hlut fram yfir aðra skóla :)

Ég er að stúdera heimsfræði (e. cosmology), svona eins og Stephen Hawking, og hef verið að vinna við þetta í rúmlega ár núna. Vinn að tilraun sem heitir Spider (Suborbital Polarimeter for Inflation, Dust, and Epoch of Reionization). Þetta er meðalstór tilraun, ca. tíu háskólar sem koma að þessu og jafnmargar milljónir dollara. Tilraunin verður framkvæmd í 30 km hæð yfir sjávarmáli, hangandi neðan úr loftbelg! Við stefnum að því að fara með afar sérstakan sjónauka til Ástralíu og því næst til Suðurskautslandsins.

Við erum fjögur sem vinnum að þessu hérna í Princeton, leiðbeinandinn minn William C. Jones (sem er yfir þessari rannsókn) postdocinn Cynthia H. Chiang (þ.e.a.s. manneskja sem er búin með doktorspróf en vill öðlast meiri reynslu af vísindastörfum áður en að hún sækir um prófessorstöður) og samnemandinn Sasha Rahlin. Allt frábærar manneskjur og því virkilega góður starfsandi.

Markmiðið með tilrauninni er að gægjast eins langt aftur í tímann og hægt er og mæla skautun örbylgjukliðarins (ljós sem hóf ferð sína ca. 380.000 árum eftir miklahvell, fyrir rúmlega 13 milljörðum árum síðan). Með því að skoða þennan eiginleika ljóssins getum við komist að ýmsu varðandi upphaf Miklahvells. Þetta ljós hjúpar upptökin ákveðinni dulu sem að okkur reynist erfitt að skyggnast í gegnum. Í staðinn skoðum við fellingarnar í dulunni til þess að fræðast um það sem er handan hennar.

Bless í bili,
Jón Emil

Skrifað af Jóni Emil -


þriðjudagur, febrúar 23, 2010 

Prufa

Virkar kommentakerfið?

Skrifað af Jóni Emil -