« Home | Já, » | Er gaman að blogga? » 

föstudagur, júlí 22, 2005 

Veiðivötn

Toppnum er náð. Nú er það bara BYKO, BYKO, BYKO. Btw það er sumarveisla í BYKO Hringbraut á morgun. Pulsur, Coke, hoppukastali og brjálað að gera. Endilega mætið með alla fjölskylduna, kæmi mér ekki á óvart ef KR-ingar sæu um grillunina.

Það var frábært í Veiðivötnum enda hefur ekki verið betra veður þarna í manna minnum. Tvisvar verður sá sæll sem á steinninn sest, nema hann sé mosavaxinn. Þetta spakmæli heyrði ég í fyrsta skiptið fyrir ári og nú aftur í dag. Steini, bróðir hans afa, veit sínu viti og það sama gildir um afa. Þannig er nefnilega mál með vexti að á miðvikudaginn kom bara frekar sæt stelpa hingað í Veiðivötnin. Einsi hafði sko gaman af því að stríða mér og sagði eitthvað í líkingu við að ég ætti að reyna að veiða meira en fisk í þessari ferð. Þegar ég sagði að það yrði nú líklega erfitt að heilla stelpuna (höstla) þegar pabbi hennar væri handan við hornið. Þá sagði afi: "Nei þú talar bara við pabbann og lætur sem þú sjáir hana ekki. Þá verður hún fúl og fer að gefa þér auga þá getur þú byrjað að sleikja úr henni fíluna. Þú veist hvað þeir segja. Ástin byrjar uppi í haus og endar milli lappanna." Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt afa tala svona, líklega leyfir hann sér það bara þegar amma er ekki nálægt. Hvort að afi hafði rétt fyrir sér veit ég ekki enda veit ég lítið þegar kemur að svoleiðismálum. Já, hann afi leynir á sér.

Skrifað af Jóni Emil -