« Home | Hvað er málið að leyfa mér ekki að setja inn færsl... » | Arctic Monkeys Bob Dylan Death Cab for Cutie Defto... » | "Just because I rock doesn't mean I'm made of ston... » | Myndirnar » | Skokkhringurinn langi » | Myndir úr teiti má finna á http://www.hi.is/~jeg1/... » | » | Hummjá » | Partí 107 » | Partí 101 » 

sunnudagur, apríl 23, 2006 

Sælar,

Biðst afsökunar á ógæðum þessarar bloggsíðu undanfarna vikur og jafnvel mánuði. Núna er það skólinn sem er látinn ganga fyrir.

Um daginn ákvað ég að taka að mér að kenna stelpukind einni efna- og eðlisfræði. Muniði eftir bókinn orka & umhverfi sem var með vitlausa jöfnu fyrir nýtni? Sú bók, bara endurbætt útgáfa. En já, þið furðið ykkur kannski á orðvali mínu, þ.e. stelpukind. En nú er ég búinn að kenna henni tvisvar og hefur gengið ágætlega, þetta er allt að koma þrátt fyrir að því er virðist frekar mikið áhugaleysi af hennar hálfu. Tvisvar hefur það þó komið fyrir að ég fái sms klukkustund áður en ég á að leggja af stað til að kenna og er afboðaður. Afsökunin í bæði skipti var sú að hún væri búin að gleyma því að hún ætti að vinna. Jeg er enginn sérfræðingur um þessi mál, en ég man þó eftir því hvernig þær helgar sem maður átti að vinna héngu yfir manni eins og... ja eitthvað sem er leiðinlegt og man maður þess vegna nokkuð vel eftir því. Þið skiljið vonandi hvert ég er að fara, fólk man eftir því þegar það þarf að vinna um helgar. Þetta gæti komið fyrir einu sinni, en tvisvar... veit ekki. Þegar ég fékk þetta sms þá vöknuðu þessar spurningar sem ég er að deila með ykkur. Ég ákvað þess vegna að vinna smá rannsóknarvinnu. Þannig var nefnilega mál með vexti að hún var að senda mér sms með öðrum síma en sínum eigin. Ég fór þess vegna á www.ja.is og sló númerið inn, afritaði og límdi nafnið eigandans í google og ýtti á enter. Viti menn, efsti hlekkurinn var á skaramús nfmh.is. Nú spyr ég mig, ætli þetta sé bróðir (ekki sama eftirnafn), frændi (niiiiii) eða kærasti. Ég vil ekki fullyrða neitt en mér þykir nú nokkuð líklegt að hér sé nú bara verið að rýma dagskrána fyrir kelerí eða hvað það er nú sem átján ára krakkar gera þessa dagana. Ég skil svo stelpuna svo sem ágætlega. Sjálfur myndi ég rýma mína dagskrá fyrir smá kelerí, en þó ekki á kostnað einhvers annars. Ég var búinn að skipuleggja hluti svo ég gæti fengið bílinn klukkan tvö í dag og þurftu þá aðrir í fjölskyldunni að breyta til hjá sér. Ég er því orðinn spældur og þegar maður er orðinn spældur út af einhverri stelpukind þá nennir maður ekki lengur að standa í hlutunum. Nú spyr ég sjálfan mig hvort að ég ætti að hætta kenni henni? Hvað finnst ykkur?

Skrifað af Jóni Emil -