« Home | Vefmyndavélar... » | Búið bless » | Hún er ekki dauð, bara í sumarfríi » | Heeeeeemmi... » | Hallgeirsey » | Snæfellsnesshelgi, » | Þetta » | Æfintýri » | Out of office » | Garden State er... » 

fimmtudagur, ágúst 23, 2007 

Úbbsala dúbbsala

Í textanum eru engir séríslenskir stafir.

Kominn til Uppsala. Dró 35 kg og hélt á 10 kg í 297,15 K hita fram og til baka í „borginni“. Svenni og ég erum hvor í sínu herbergi á sama ganginum. Hefur svo sem kosti og galla. Pínu vesen út af vegalengdinni í „borgina“ en hún er ca. 7 km, til allrar hamingju sjást sólblóm og fagrir akrar frá veginum. Eflaust skemmtilegur hjólastígur. Ekkert net á Lille Sunnersta, kemur víst eftir tíu daga en samt vonandi fyrr. Kveikti á sjónvarpinu, fyrsta sem birtist var The Simpsons, frekar sáttur. Set inn myndir strax og mögulegt er.

Sem sagt bara allt gott í fréttum.

Adjö,

ps: Mun ekki sleppa íslensku stöfunum aftur. Fáránlega erfitt!

Skrifað af Jóni Emil -