« Home | Góð blanda » | Haustið er komið » | Vídeó » | Áhugavert fyrir suma » | Opal » | Nassau Hall » | Stjarni við Gljúfrastein » | Skokkhringurinn og eðlisfræðitöffarar » | Kapellan » | Góð athugasemd » 

sunnudagur, október 19, 2008 

Heimsókn frá strákunum

Góðan og blessaðan haustmorgun,

Svenni og Villi komu í heimsókn á föstudaginn. Ég sýndi þeim skólalóðina, skrifstofuna mína og heimilið. Síðan fórum við út að borða og enduðum á D-bar þar sem okkur tókst meðal annars að klára eina Opal flösku. Geiri og Valla komu líka á D-bar sem þýðir að þarna voru ca. 0.02% af íslensku þjóðinni. Hann Blake er eins og áður hefur komið fram búinn að vera duglegur að jappla á Opali enda kann hann nú að meta efnið á vökvaformi. Ég held að strákunum hafi þótt gaman, mér þótti alla vega frábært að fá svona heimsókn, og þeir voru líka imponeraðir yfir aðstöðunni hérna. Held að þeir ætli meira að segja að sækja um hérna fyrir næsta haust. Væri frábært að fá fleiri Íslendinga hingað :)
Maður veit að kennarinn manns er reynslumikill tilraunaeðlisfræðingur þegar hann segir með bros á vör:

"I've had many of my friends electricuted to death. Now if you have a voltage of around 1000 volts you'll notice it because ozone is being produced, which you'll be able to smell, and you'll even see sparks between the electrodes. 120 volts, the voltage in our houses, thats not enough to kill you unless youre really unlucky, e.g. standing in a poddle or something. Now, 500 volts, that will get you everytime."

Spurning hvort að maður fari ekki bara í fræðilegu eðlisfræðina...

Skrifað af Jóni Emil -