« Home | Heimsókn frá Hössa » | Ekki bjóst ég við eftirfarandi: » | Brynjuís » | Slúður » | Farinn í bolta » | Hafið þið » | Hugsanlegt comeback » | Sjaldan » | Reynisdrangar » | Kominn heim » 

miðvikudagur, mars 18, 2009 

Algengur misskilningur

Sá nemandi sem ég lít hvað mest upp til og tel vera gífurlega snjallan einstakling spurði mig í kvöld hvort að nafnið Ísland væri ekki vísun í það að landið væri eyja. Þ.e.a.s. að landið héti Ísland vegna þess að það væri "island". Að sjálfsögðu sagði ég nei en við það vaknaði jafnframt spurning. Er þetta algengur misskilningur?

Annars er það í fréttum að ég fer til Colorado eftir viku. Mun vinna í smábæ sem heitir Longmont, rétt hjá Boulder, rétt hjá Denver. Fyrirtækið heitir Redstone aerospace og ég vona svo sannarlega að það tengist Wernher von Braun á engan hátt.

Sá sex dádýr fyrir utan GC í gærkvöldi...

Bless bili

Skrifað af Jóni Emil -