« Home | Eldingar » | EMERGENCY NOTIFICATION -- ALL CLEAR » | Afturendinn » | Það... » | Fékk mér » | Félagar » | Jæja » | Já nú er það bleikt... » | Ferðin til Colorado » | Longmont, Colorado » 

miðvikudagur, júní 17, 2009 

Fljótandi köfnunarefni

Gerði mér vonir um passlega rólegt sumar, nú þegar kúrsarnir væru búnir. Hugsanlega svona ca. 10 tíma vinnudag og síðan bara rólegheit að honum loknum. Ónei ónei, það held ég nú ekki. Kemur í ljós að á sumrin er talsvert meira að gera hérna í Princeton en á veturna. Hvenær endar þetta?

Er eins og er í Colorado til að fylgjast með kælingu kuldageymisins okkar (það vantar gott íslenskt orð fyrir cryostat, tillögur vel þegnar). Í gær varð smá slys hjá köllunum í Redstone aerospace þar sem nokkrir tugir lítra af fljótandi köfnunarefni féllu á gólf rannsóknarstofunnar. Lítil hætta á ferð, en aumingjans málningin á gólfinu splundraðist og skildi eftir hreint steingólfið. Tvær lexíur, hugsa áður en þú framkvæmir, og málningu má einfaldlega fjarlægja af steini með fljótandi köfnunarefni (ca. 100 kr per líter).

Bústaðferðin hefur verið staðfest, hún verður síðustu helgina í júlí. Allir sem lesa þetta eru velkomnir (þeir eru nógu fáir). Kem heim 17. júlí. Get varla beðið!

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Skrifað af Jóni Emil -