« Home | Jæja » | Já nú er það bleikt... » | Ferðin til Colorado » | Longmont, Colorado » | Algengur misskilningur » | Heimsókn frá Hössa » | Ekki bjóst ég við eftirfarandi: » | Brynjuís » | Slúður » | Farinn í bolta » 

sunnudagur, maí 24, 2009 

Félagar

Þegar ég hugsa til baka þá held ég að allt það mikilvægasta sem ég lærði á þessu ári hafi ég lært af félögum mínum. Ekki af bókum, eða með því að fara í tíma. Það eru mikill forréttindi að fá að umgangast þetta fólk og læra af því. Það er líka afar hressandi þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað það er margt sem maður á eftir ólært og jafnframt tilhlökkunarefni að fá tækifæri til þess.

Satt að segja voru tímarnir sem ég þurfti að sækja ekkert sérstaklega góðir. Heimadæmin í stærðfræðilegri eðlisfræði voru samt frekar skondin. Kom nefnilega á daginn að í sérhverjum heimadæmaskammti þurftum við að gera eitthvað sem að kennarinn okkar hafði gert fyrstur manna.Hössi kom í heimsókn í vor


Ég var virkilega heppinn að hitta Geir og Völlu hérna í Princeton. Þau hafa aðstoðað mig svo mikið og verið góðir félagar.

Skrifað af Jóni Emil -