« Home | Veiðivötn » | Já, » | Er gaman að blogga? » 

fimmtudagur, júlí 28, 2005 

Hrumpf

Grótta vinnur góðan leik
gráta hinir kapparnir
Númi átti never breik
negldir voru tapparnir

Já, við getum svo sannarlega verið ánægð með félaga okkar í Gróttu. Svenni, Garðar á Sólbraut 11 eða 15 og Atli úr 6.X rótburstuðu strákana í Núma 9-1. Það hefði nú verið gaman að fá að vera með en svona er boltinn. Tvö fótboltasumur orðinn að litlu vegna meiðsla. Annars er frekar lítið að frétta. Afgreiddi þrjár 6 feta 10 mm kambstálsstangir fyrir Jim Rose sirkusinn. Svo virðist sem einhver sé að fara að beygja þær á maganum á sér. Kambstál er líka oft kallað steypustyrktarjárn, þetta eru ryðguðu stálstangirnar sem standa oft upp úr steypuklumpum.

Á morgun verður partý hjá Svenna. Grill, pottur og kassi af bjór?

Veit einhver af hverju þetta er ekki fullkomin ferskeytla?

Skrifað af Jóni Emil -