« Home | hnæ hnæ Bloggið búið að vera steindautt undanfarn... » | Sjibbý » | Nú er hún gamla grýla dauð » | Myndirnar » | Maður má nú fá sér... » | Rauður sandur » | MYNDIR » | Vonandi hittumst við aftur á förnum vegi » | Alkahól, hvar varstu í gær? » | Man einhver eftir laginu I'm like a Bird með Nelly... » 

mánudagur, júlí 10, 2006 

Ef ég man rétt

2,5 bollar hveiti
1 bolli kakó
3 bollar sykur!
3 tsk lyftiduft
3 tsk matarsódi
250 gr af smörlíki
4 egg
1 bolli af mjólk
2 bollar af sjóðandi vatni

hendið öllu þessi í skál og hrærið
ekki hafa áhyggjur þó mixið virðist fremur þunnt

hellið í form og hitið í 40 mín á 170° C eða þangað til að kakan er orðin þurr


Smjörkremið

225 gr af smjöri (frekar en smjörlíki)

hrærið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til að það er orðið hvítt og loftkennt

4 eggjarauður

eina í einu og hræra á milli

150 gr af flórsykri

hræra meira

200 gr af suðusúkkulaði

bræðið og hellið síðan í skálina og hrærið meira

Þegar kakan er tilbúin skal hún fjarlægjast úr ofninum. Bíðið uns hún er búin að ná stofuhita með að setja kremið á.

Varist að setja kremið inn í ísskáp yfir nótt því það á það til að verða grjóthart. Séu menn í vandræðum með hart krem má alltaf prófa hárblásarann í samvinnu við hrærivélina. (Reyndist mjög vel)

Mjakið kreminu á. Sumum finnst gott að tvískipta kökunni og setja krem á milli.

Borðist með ískaldri mjólk.

Skrifað af Jóni Emil -