« Home | Hænsni » | Skemmtilegur hestur » | 64 myndir » | J^2-5M=X » | Grænland #2 » | Grænland #1 » | Endurræsing » | Stofnfundur Söllenbergers » | Myndir frá Hallgeirsey » | Í þar til gerðum hlýrabol » 

fimmtudagur, september 04, 2008 

Myndir frá útskriftinni

Setti myndir frá útskriftinni inn á Picasa. Systir mín tók flestar þessara mynda og það er greinilegt af þeim (og reyndar fleiri myndum) að henni er margt til lista lagt.

Annars hef ég svolítið verið að googla hinu og þessu varðandi Princeton. Rakst á Picasasíðuna hans Arnab's þar sá ég myndir innan úr herberginu hans í New Graduate College, þær eru hér. Eins og sjá má eru vistarverurnar ansi smáar, ég las að herbergið sé ca. 10 fermetrar og virðast þessar myndir staðfesta það. Samt ætti þetta ekki að vera svo slæmt þegar maður er búinn að koma sér almennilega fyrir...

Skrifað af Jóni Emil -