« Home | Hrumpf » | Veiðivötn » | Já, » | Er gaman að blogga? » 

sunnudagur, júlí 31, 2005 

y = ax + b

Það er fín lína á milli þess sem maður hefði átt að gera og þess sem maður hefði betur látið ógert. Í tilfelli bindindismanna er þessi lína ávallt hrein og bein, a og b hafa verið ákvörðuð. Hinsvegar virðast þeir sem eru undir áhrifum áfengis tvídiffra þessa línu þannig að almenn skynsemi hverfur. Sumir glata allri siðferðiskennd meðan aðrir vilja tala um það sem er búið og gert meðan sumir missa málið. Svona er þetta bara. Í kvöld ætla einhverjir í nördafélaginu að tvídiffra en síðan vakna þeir á morgun, finna sér fasta og tegra hann. En áður en við tökum upp diffurdósirnar ætlum við að fara í fótbolta og sprengja í nokkrum tuðrum.

Langar til að benda fólki á þetta. Ég hef ekki hlegið svona mikið í langan tíma.

Skrifað af Jóni Emil -