« Home | Afsakið Hlé » | Gærdagurinn var afar vel heppnaður. Sérstaklega þó... » | Bla bla bla myndi einhver segja » | Hér verður fullyrt » | ARRGGHHH !!!!!! » | Eins og þið vonandi sjáið það er ég eitthvað að fi... » | Vonbrigði » | afleit hugmynd » | Veit einhver hvar þessi var tekin? » | Mæli með því að þið farið á www.kvikmynd.is og hor... » 

sunnudagur, mars 12, 2006 

Et tu, Guðjón?

Ég minnist þess að hafa kvartað undan áhyggjunum sem hlaðast á mann er maður eldist. Maður þarf allt í einu að geta svarað hinni klassísku spurningu, hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?, og virkilega standa við það, lifa með því og gjalda fyrir það o.s.frv.o.frv. Annar fylgikvilli eða hugsanlega fylgikostur er sá að fólk verður pólítískt þenkjandi. Það sást kannski ágætlega í mínu tilfelli þegar ég var að tala um þróun í orkuiðnaði hérlendis. Sem er að sjálfsögðu hápólítískt umræðuefni. Í gær varð ég vitni að funheitum hápólítískum umræðum um stóriðjuna og framtíð hinna minni sveitarfélaga. Ég blandaði mér ekki í umræðurnar enda er ég búinn að vera frekar heilsulítill undanfarna daga og ekki rauststerkur, hvað þá hrauststerkur. Þvert á móti þá flúði ég af vettvangi því ég var hræddur um að þetta fallega teiti myndi umbreytast í Alþingi með tilheyrandi stimbingum og látum. Á undanhaldi mínu ákvað ég þó að taka upp eins og einn audio file (lesist: ádíó fæl, sbr. Lýður Oddson) af “umræðunum” á símann minn. Ég er að vinna í því að koma þessu skjali af símanum, á tölvuna mína og þaðan á netið, nánar tiltekið þessa bloggsíðu.

Annars langar mig til að mæla eindregið með þáttunum Top Gear á Skjá einum. Hann fjallar um bíla en ekki á þennan grófa mótor-sport-kennda hátt sem við höfum kannski átt að venjast. Þættirnir eru breskir og búa þar af leiðandi yfir ákveðnum sjarma. Það má segja að Top Gear sé bílaþáttur eins og Frasier er grínþáttur. Annar þáttur sem mér finnst líka mjög skemmtilegur er Boston Legal. Hann virðist yfirborðskenndur í fyrstu en ef maður setur sig dáldið inn í hann þá eygir maður ákveðina ádeilu á ameríska áhrifamenn. James Spader og William Shatner eru líka ótrúlega skemmtilegir í þessum hlutverkum.

Sá sem veit hver það var sem sagði þetta er sniðugur: “Vertu viss um að þú sért gáfaðasti maðurinn í herberginu ef þú ætlar að segja eitthvað.”

Ég biðst afsökunar á hinum fjölmörgu “íslenskuvillum” í textanum.

Skrifað af Jóni Emil -