« Home | Hej » | Úbbsala dúbbsala » | Vefmyndavélar... » | Búið bless » | Hún er ekki dauð, bara í sumarfríi » | Heeeeeemmi... » | Hallgeirsey » | Snæfellsnesshelgi, » | Þetta » | Æfintýri » 

föstudagur, ágúst 31, 2007 

Lille Sunnersta

Loksins erum við komnir með netið á Lille Sunnersta. Maður er greinilega háður þessu fyrirbæri.

Fyrsta skólavikan liðin. Báðir kúrsarnir komnir á fullt skrið; en hér keyra menn á tvöföldum hraða í gegnum efnið en taka bara tvo kúrsa í einu. Verður dáldið skrýtið að venjast því, þó að þetta sé eflaust sniðug aðferð til að læra efnið. Eru á bilinu 30-40 í kúrsunum (Kvantmekanik fortsätningskurs og Fasta tillståendets fysik) en heima á Íslandi eru kannski 10 í hvorum kúrs. Hér er allt fullt af snjöllum "krökkum" sem hafa virkilega mikinn áhuga á því sem þeir eru að gera. Þeir koma líka frá mörgum löndum, nokkrir Asíubúar, einhverjir Frakkar, fáeinir Þjóðverjar, einn frá Ástralíu o.s.frv. Kemur á óvart að einn af kennurunum mínum er Íslendingur, hann heitir Gunnar Pálsson ef einhver kannast við hann.

Við Svenni og Jón Árni ætlum að kíkja niður í bæ í kvöld. Sjá hvernig sænska djammið er.

Ein mynd komin inn á Flickr. Hún er reyndar ekkert spes en ég lofa að það koma fleiri myndir, vonandi betri, mjög fljótlega.Skrifað af Jóni Emil -