« Home | Það er ótrúlegt... » | Ja, må han leva!Ja, må han leva!Ja, må han leva ut... » | Sniglaskógur » | Lítið af viti... » | Lille Sunnersta » | Hej » | Úbbsala dúbbsala » | Vefmyndavélar... » | Búið bless » | Hún er ekki dauð, bara í sumarfríi » 

þriðjudagur, september 11, 2007 

Flokk jú

"... Preserving the environment is an important issue in Sweden. This mean disposing of your waste and rubbish in a way that is safest possible.

Komposterbart
Plast
Metall
Förpackningar
Papper
Batterier (muna það Bessi)
Glas ofärget
Glas färget
Brännbart

..."

Þetta eru sem sagt átta flokkar (ef við sleppum batteríum) sem þýðir átta mismunandi ílát fyrir rusl. Ég læt mér nægja að hafa sex.

Ångström Laboratoriet

Fyrir utan Ångström Laboratoriet er erfitt að fá stæði fyrir hjólið sitt á meðan bílastæðin standa flest auð. Á Íslandi nefnum við vegalengdir, veður, vegakerfi o.fl. þegar við reynum að útskýra af hverju við notum bílinn svona mikið. En hvernig útskýrum við hvers vegna við erum ekki eins dugleg að endurvinna og Svíar? Í Ångström nota menn afar smekklega IKEA skápa undir rusl. Getum við ekki verið með burstað ál?

Ég spurði Jimmy (sem er sænskur) hvort að það væru einhverjir sérstaklega fallegir staðir í Svíþjóð, staðir þar sem það gæti verið gaman að taka myndir. Honum datt ekkert í hug...

Skrifað af Jóni Emil -