« Home | Jæja, vindum okkur í seinni hlutann » | Grótta í kvöld » | Ferðasögur, fyrri hluti » | Erfið fæðing » | Þá er það ákveðið » | Sem himins þíns bragandi norðljósa log » | 41 Hours » | Dario » | Baugur Group » | Páskasunnudagur » 

fimmtudagur, apríl 24, 2008 

Meira um norðurljós

Elstu fornu norrænu heimilidirnar um norðurljós má finna í Konungsskuggjá sem kom út í kringum 1250 og var rituð fyrir Magnús lagabæti son Hákonar Hákonarsonar fyrsta konungs Íslands. Ritið er í frásagnarstíl þar sem faðir uppfræðir son sinn.

Þar er sagt frá mönnum sem höfðu séð norðurljós við strendur Grænlands.

Það sem mér finnst ótrúlegt er að ekki séu til eldri vísanir í norðurljós og jafnframt að það séu Norðmenn en ekki Íslendingar sem skuli vera fyrstir okkar norrænu manna að rita um þetta fyrirbæri. Ég hef satt að segja orðið fyrir miklum vonbrigðum með okkar fróðu sagnaritara.

Eitt gæti þó útskýrt þennan skort á íslenskum heimildum. Staðreyndin er nefnilega sú að segulskautin eru á stanslausri hreyfingu og norðurljósaslæðan sem hylur Ísland hvað eftir annað nú á dögum kann að hafa legið fyrir utan landið hér áður fyrr.


Skrifað af Jóni Emil -