« Home | Sumarið » | Töluleg greining » | Talandi um sumarstarfsmenn » | Nú er mér nóg boðið » | Vona » | Til hvers fer maður í Princeton? » | Meira um norðurljós » | Jæja, vindum okkur í seinni hlutann » | Grótta í kvöld » | Ferðasögur, fyrri hluti » 

miðvikudagur, maí 21, 2008 

Ekki alvöru bissneskall

Var að láta prenta út nokkrar ljósmyndir rétt í þessu. Þetta voru sex myndir sem ég vildi láta prenta út í A4 stærð. "600 kall á mynd" sagði hann en ég svaraði "heyrðu ég var að pæla í tveimur eintökum af hverri." "Nú þá er það 400 kall á mynd," svaraði kallinn. Síðan héldum við áfram að tala saman um myndgæði og þess háttar. Síðan, rétt áður en að ég fór sagði ég kallinum að ég væri að pæla í að fá bara þrjú eintök af hverri. "Þá skal ég láta þig fá þær á 300 kall stykkið," sagði kallinn. Það fannst mér mjög gott boð.

Auðvitað hefði alvöru bissnesskall beðið um fjögur eintök af hverri, tjahh eða bara þúsund.


Skrifað af Jóni Emil -