« Home | Bless í bili » | Myndir frá útskriftinni » | Hænsni » | Skemmtilegur hestur » | 64 myndir » | J^2-5M=X » | Grænland #2 » | Grænland #1 » | Endurræsing » | Stofnfundur Söllenbergers » 

fimmtudagur, september 11, 2008 

Ahhh,

fátt betra en ískaldur vatnssopi, sérstaklega eftir dag sem þennan :)

Nú er dagur 3 senn á enda en mér líður satt að segja eins og ég hafi rétt svo stigið út úr flugvélinni. Síðustu dagar hafa verið vægast sagt annasamir. Búinn að þurfa að ganga frá alls konar umsóknareyðublöðum, skattaeyðublöðu, SSN-eyðublöðum (kennitölu), launaeyðublöðum, enskukunnáttueyðublöðum og ég veit ekki hvað og hvað. Mér leið á tíma eins og Ástríki nú eða Steinríki er þeir þeyttust á milli hæða í leit að stimpli á bláa eyðublaðið. Þessu ferli er nú blessunarlega að mestu leyti lokið og ég get farið að einbeita mér að náminu.

Krakkarnir í eðlisfræði eru skemmtilegir. Það gladdi mig mjög að sjá að mikill áhugi er fyrir fótbolta innan deildarinnar. Á mánudaginn hittust fyrstaársnemarnir í eðlisfræði og spiluðu fótbolta fyrir utan GC í blíðskaparveðri. Það kom mér á óvart hvað það voru margir sem kunnu sitthvað fyrir sér þessari íþrótt . Við erum að hugsa um að stofna lið svo að við getum tekið þátt í millideildarfótboltamótinu (e. intermural soccer tournament). Vona að það gangi upp :)

Hann Geir Þórarinsson, hinn íslenski nemandinn við Princeton, hefur veitt mér aðstoð við að koma mér fyrir síðustu daga. Hann er búinn að vera virkilega vingjarnlegur og það er gott að vita að maður hefur slíkan hauk í horni. Við fórum í verslunarleiðangur á mánudaginn og í kvöld og hefur okkur tekist að ná í flestar nauðsynjar. Nú er ég t.d. kominn með sæng, kodda, rúmföt, herðatré, regnhlíf, gatara, alls konar hreinlætisvörur, vatn, viftu, ískáp, reiðhjól og sitthvað fleira. Ótrúlegt en satt þá rýmir herbergið alla þessa hluti :)

Ég hlakka jafnframt til þess að hitta Völlu, kærustuna hans Geirs, en hún er búin að vera í Frakklandi. Svenni og Villi ætla að kíkja í heimsókn einhvern tímann milli 15. og 22. október og síðan kemur Dórótea í heimsókn í fyrri hluta nóvembers. Ég ætla mér jafnframt að koma heim um jólin en mér þykir líklegt að ég stoppi stutt. Jafnvel að ég verði kominn út aftur fyrir áramót. Sjáum samt til...

Ég er kominn með svona ódýran "go-phone" gsm síma auk þess sem ég er að reyna að koma upp borðsíma hérna í herberginu. Símanúmerin eru, GSM: 609-216-5594, borðsíminn: 609-986-8233. Endilega sláið á þráðinn.

Annars læt ég þetta duga í bili. Myndir koma fljótlega. Sakna Íslands, sakna vina og vandamanna.


Skrifað af Jóni Emil -