« Home | Et tu, Guðjón? » | Afsakið Hlé » | Gærdagurinn var afar vel heppnaður. Sérstaklega þó... » | Bla bla bla myndi einhver segja » | Hér verður fullyrt » | ARRGGHHH !!!!!! » | Eins og þið vonandi sjáið það er ég eitthvað að fi... » | Vonbrigði » | afleit hugmynd » | Veit einhver hvar þessi var tekin? » 

þriðjudagur, mars 14, 2006 

"En allir aðrir mega það!"

Að öllum líkindum fjölluðu stærstu rifrildin sem ég átti við foreldra mína sem krakki um útivistartímann. Núna rétt í þessu fór allt á háa c hérna heima. Álfheiður Erla rauk grátandi upp frá matarborðinu og hrinti stólum á leið sinni upp í herbergi. Deiluefnið var útivistartíminn. Álfheiður heldur því nefnilega fram að allar vinkonur hennar fái að vera úti til 10 á meðan mamma leyfir henni aðeins að vera úti til klukkan 8. Útivistarreglurnar virðast vera sammála mömmu en ég finn engu að síður til með Álfheiði enda þurfti ég að ganga í gegnum það sama á sínum tíma. Mér fannst alltaf eins og ég ætti ströngustu foreldra í heimi þegar ég var að alast upp. Ef einhverjir lesendur þessara bloggsíðu eru 12 að verða 13 þá mega þeir segja mér hvernig reglurnar eru heima hjá sér. Þá get ég kannski farið og sagt Álfheiði að hún sé ekki sú eini sem þarf að húka inni á kvöldin þangað til í maí.

Skrifað af Jóni Emil -