« Home | Flokk jú » | Það er ótrúlegt... » | Ja, må han leva!Ja, må han leva!Ja, må han leva ut... » | Sniglaskógur » | Lítið af viti... » | Lille Sunnersta » | Hej » | Úbbsala dúbbsala » | Vefmyndavélar... » | Búið bless » 

sunnudagur, september 16, 2007 

Kominn tími á

Okkur Svenna brá heldur betur í brún þegar við mættum þessum í þröngum stigagangi.

aðra færslu. Við Svenni vörðum síðasta föstudegi í Stokkhólmi. Við vorum því miður ekki alveg eins menningarlegir og við höfðum kannski ætlað okkur að vera en komumst að þeirri niðurstöðu að slík ferð yrði farin síðar. Í staðinn gengum við á milli verslana í miðbæ Stokkhólms á milli þess sem við virtum fyrir okkur mannlífið og heimsóttum konungsfjölskylduna. Það er gaman að segja frá því að á innan við eins ferkílómetra svæði má finna fjórar H&M verslanir. Við fórum líka í Zöru og sáum leðurjakka sem okkur Svenna langaði mjög mikið í en var allt of dýr fyrir fátæka námsmenn eins og okkur. Síðan sáum við annan jakka sem ég var næstum búinn að kaupa. Kíktum í svakalega flotta búð sem heitir Urban Outfitters, sérstaklega flott fyrir fólk sem heitir Kári Sigurðssn og er ekki byssa. Á endanum horfðumst við í augu við sannleikann og dröttuðumst yfir í H&M þar sem hægt er að fá föt á viðráðanlegu verði. Við gerðum þau mistök að taka fótadedd daginn áður og vorum þess vegna búnir í löppunum þegar við komust aftur heim til Uppsala. Við létum það þó ekki stöðva okkur og kíktum við í djamm á Värmlandsnation (sem er okkar nation) þar sem við hittum Jón Árna o.fl. Þar dönsuðum við þangað til að lappirnar gáfu sig.

Í gær kíktum við svo í heimsókn til Jóns Árna, en hann býr í Flogsta. Þar horfðum á Shevchenko sparka í hnakka, fengum okkur pitsu á kebabstað og spiluðum PES. Fengum líka að heyra tíuöskrið (fólk fer út á svalir klukkan tíu og öskrar).

Sir, do not cross the line.


H&M skyggir á Kaupþing.

Skrifað af Jóni Emil -