« Home | Ahhh, » | Bless í bili » | Myndir frá útskriftinni » | Hænsni » | Skemmtilegur hestur » | 64 myndir » | J^2-5M=X » | Grænland #2 » | Grænland #1 » | Endurræsing » 

mánudagur, september 15, 2008 

The heat is on!

er viðeigandi upphrópun þessa dagana. Skólinn er byrjaður, fyrstu heimadæmin komin í hús, það voru 33°C í dag og ágætis raki í þokkabót. Klukkan er 11 og það er enn þá of heitt til að læra (engin loftkæling í herberginu mínu). Sem betur fer eru skólabyggingarnar loftkældar...

Nú er ein vika síðan ég kom til USA og ég myndi segja að aðlögunarferlið væri langt á veg komið. Það eru nokkrir hlutir sem mun líklega taka lengri tíma að aðlagast. T.d. er matarræði Ameríkana svo sykur "orienterað" að meira að segja mér finnst of mikið af hinu góða. Ætli það venjist samt ekki :)

Á líka mjög erfitt með að venjast því hvernig þeir heilsa hvor öðrum. Í flestum tilfellum þegar ég heilsa ameríkana þá segi ég "Hi," og hann svarar "Hi, how's it going?" Þetta segir hann jafnvel þó að við séum að labba fram hjá hvor öðrum í stigagangi. Mér finnst eins og ég verði að svara en þegar ég er búinn að finna svar við spurningunni þá er kaninn á bak og burt. Fáránlegt...

Hef ekki tekið mikið af myndum. Bæti úr því mjög fljótlega. Þangað til læt ég þessar myndir sem ég fann á Flickr duga. Þær sýna Procter Hall, matsalinn okkar. Sumir ganga svo langt að kalla hann Hogwarts matsalinn, það eru alla vega fjórar raðir af borðum...


Skrifað af Jóni Emil -