« Home | Er þetta ekki Húsasmiðjan? NEI þetta er BYKO. Hálf... » | Say what » | y = ax + b » | Hrumpf » | Veiðivötn » | Já, » | Er gaman að blogga? » 

þriðjudagur, ágúst 16, 2005 

Don't worry, be happy

Sigga hafði aldrei líkað vel við þær. Það var eitthvað óeðlilegt við þær. Það hvernig þær risu upp frá jörðu og svifu í lausu lofti. Hvernig geta menn stjórnað þeim. Allir þessir takkar! Enda var það einfaldara sagt en gert að koma Sigga inn í lyftu.

Nú hefur mér tekist að keyra aftan á bíl, sprengja afturrúðu á lyftara og beygla bíl yfirmanns míns með kerru. Allt þetta á einu sumri. Ef ég bæði um launahækkun núna yrði ég rekinn á staðnum. Ef þið sjáið mig á götum borgarinnar þá mæli ég eindregið með því beygið í hina áttina. Ef þið gerðuð það ekki nú fyrir.

Undanfarna daga hef ég eytt miklum tíma í að horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist. Sem sagt slæpast. Meðal þeirra mynda sem ég hef verið að horfa á eru: Garden State, Million Dollar Baby, Sin City og Family Guy the Movie. Allt frábærar myndir en ég vil þó hvetja alla til að sjá Garden State því að hún er alveg ótrúlega góð auk þess sem movie soundtrackið úr myndinni er snilld. Zach Braff, en hann leikur í þáttunum Scrubs í Sjónvarpinu, skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í myndinni. Þegar ég er búinn með þessa færslu ætla ég að fara að horfa á Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Hún er víst frábær.



Skrifað af Jóni Emil -