« Home | Don't worry, be happy » | Er þetta ekki Húsasmiðjan? NEI þetta er BYKO. Hálf... » | Say what » | y = ax + b » | Hrumpf » | Veiðivötn » | Já, » | Er gaman að blogga? » 

sunnudagur, ágúst 21, 2005 

Sumir eru sér, aðrir eru hér

Vá! Ég veit bara ekki á hverju ég á að byrja. Þessi helgi er búin að vera alveg frábær. Nú get ég farið sáttur í vinnuna.

Það má segja að hún hafi byrjað þegar við strákarnir fórum í smá leyniför á æskuslóðir mínar. Meira um það seinna. Eftir það fór ég heim til Sverris til að horfa á einhverja ótrúlega slappa grínmynd sem heitir víst Without a Paddle. En þegar hún var búin hlustuðum við á tónlist og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Grímur og Orri komu líka í heimsókn þannig að það var bara nett stemmning. Grímur sagði meðal annars að Siggi Jóns væri maður að sínu skapi. Heima hjá Sverri hlustuðum til dæmis á Fisherman’s Woman, Jay-Z, Cake, Hot Chip, Audio Bullys, Prodigy, Red Hot..., Propellerheads og Wiseguys. Hvílíkt CHILL. Því næst fór ég heim að sofa. Btw, Friendsþátturinn þegar Rachel sér prom videoið og kyssir Ross er alveg ótrúlega góður. Hann var á Sirkus áðan. Laugardaginn byrjaði ég með því að fara í ræktina. Þar tók á móti mér heldur vígalegur maður (eigandinn) og sagði á sinni bjöguðu íslensku. Heyrðu Cameron Diaz er bara í bænum. Hún er að prófa íslensku strákana. Ég svaraði auðvitað: Nei er hún ekki með Justin Timberlake? Hann: puff, skiptir engu. Síðan hljóp ég meðan kærasta eigandans og vinkona hennar skokkuðu sitt hvoru megin við mig. Þess má geta að það voru líklega fimm manneskjur á staðnum. Seinna um daginn tók ég stofnleiðina niður í bæ til að vinna með Hrafnhildi. Við gengum með skilti og ghettoblaster þar sem við kynntum næsta starfsár sinfoníunnar og gáfum happdrættismiða. Niðri í bæ hittum við fullt af skemmtilegu fólki, þar á meðal Arngunni og Jóa Nardau og nokkrar skyttur. Þegar þetta var búið lá leið okkar í Dómkirkjuna þar sem sextett skipaður Hrafnhildi, Sigrúnu, Arngunni, Halla, Aroni og Pétri heillaði alla með fallegum söng. Heyr himna smiður og Blackbird voru frábær. Í dómkirkjunni voru margir gamlir vinir, þar á meðal Rósa, Birna og Gunnhildur úr Breiðagerðisskóla. Þetta var án efa toppurinn á kvöldinu. Næst lá leið okkar til hans Þorsteins í tvítugsafmæli hans og Kára. Þar var auðvitað mjög gaman eins og alltaf í partýum hjá Þossa. Í afmælinu komst ég meðal annars að Árni Indriða drekkur Löwenbrau eins og ég. Síðan spurði einhver hvort að ég ætti afmæli á sléttu ári. Systir hans Þorsteins, hún Hildur, var líka alveg ótrúlega fyndin. Ég held að það sé í lagi að segja að ég hafi eignast nýjan vin heima hjá Þorsteini. Það gladdi mig mjög mikið. Að lokum lá leið okkar niður í bæ þar sem við hittum Hlynsa. Kíktum á Cultura, þaðan á Bæjarins og að lokum heim. Jóhanna, takk fyrir að skutlu okkur. Þið hefðuð átt að sjá leigubílaröðina. Í dag tókst hálfvitanum honum Drogba að skora á undraverðan hátt fram hjá Lehman. Slappur leikur en þrjú mikilvæg stig í hús. Næsta vika verður líklega frekar leiðinleg. Ég þarf að vinna á kassanum því að skemmtilegu stelpurnar Helga, Sigga og Helga eru farnar í skóla. En hver kvartar eftir svona helgi.

Um daginn horfði ég á Napoleon Dynamite og stend ég í þeirri meiningu að aðalleikarinn sé bara dálítið líkur honum Oleg Kosik. Eru hinir í nördafélaginu búnir að sjá hana? Myndin var vægast sagt mjög skemmtileg.

Skrifað af Jóni Emil -