« Home | Þessa dagana » | Hej hej » | Kominn tími á » | Flokk jú » | Það er ótrúlegt... » | Ja, må han leva!Ja, må han leva!Ja, må han leva ut... » | Sniglaskógur » | Lítið af viti... » | Lille Sunnersta » | Hej » 

miðvikudagur, september 26, 2007 

Stundum...

er maður svo þreyttur og pirraður á stanslausum bókalestri að maður getur ekki meir. Þá er gott að hafa sólblómabreiður nálægt.


Ég veit ekki með ykkur en mér finnst litirnir sem ég er að vinna með í þessari fartölvu minni eitthvað svo fáránlegir þegar ég skoða myndirnar í öðrum tölvum. Þið sjáið því að öllum líkindum aðra liti en mig langar til að sýna ykkur. En hvað um það.

Við Svenni og Jón Árni fórum í fótbolta á mánudaginn. Það var mjög gaman en síðan uppgötvaði Jón að hjólinu hans hefði verið stolið! Hér er víst um 3000 hjólum stolið árlega.

Það er í raun ekkert að frétta. Ég læri og eyði miklum tíma í að hugsa um framtíðina á kostnað líðandi stundar.

Skrifað af Jóni Emil -