« Home | Voff » | Ég er í klípu » | Mina intresse » | Stundum... » | Þessa dagana » | Hej hej » | Kominn tími á » | Flokk jú » | Það er ótrúlegt... » | Ja, må han leva!Ja, må han leva!Ja, må han leva ut... » 

sunnudagur, október 07, 2007 

GRE Physics

Jæja, þá er þessu ferðalagi lokið. Sænska sveitin virtist vera róleg, sérstaklega vötnin, ég hugsa að það sé fallegt að vera á báti í morgunsárið þegar þokuslæðan liggur yfir vötnunum. Växjö þótti mér vera afar óspennandi til að byrja með. Hótelið var ekki upp á marga fiska (eins og búast mátti við) en síðan þegar prófið var búið þá gengum við út í alveg hreint yndislegt veður. Við ákváðum að ganga þessa 5 km frá háskólanum og yfir á lestarstöðina, þ.e.a.s. ég og eþíópíski skiptineminn Bekele. Hann er búinn með masterinn í eðlisfræði og er að íhuga að fara til Bandaríkjanna í eitthvað sem kallast bio electronics. Er við gengum meðfram vötnunum fræddist ég um sögu Eþíópíu, vandræði í Sómalíu og Erítreu, rastafarí o.fl. Virtist vera afar fínn gaur.

Síðan kvöddumst við og ég gekk að sporinu mínu. Þar hitti ég bandaríska stelpu sem heitir Jessica. Hún hafði verið að taka GRE Biology og var ekkert allt of sátt með prófið. Það kom í ljós að hún hefur búið í Uppsölum í tvö ár. Við töluðumst við á leiðinni heim, merkilegt hvað bandarískum stelpum finnst gaman að tala. Hafði reyndar nett gaman af því líka. Við töluðum um ástandið í Bandaríkjunum, hvalveiðar Íslendinga, fyrrverandi kærasta hennar sem er kúrdi, hesta o.m.fl.

Ég er mjög sáttur með prófið. Reyndar búinn að fatta tvær vitleysur sem ég gerði en það er svo sem ekki við öðru að búast þegar þetta eru 100 spurningar á 170 mín.

Jæja, bless í bili

Skrifað af Jóni Emil -