« Home | „Nú borðið þá bara kökur“ (Spaugstofan, eða hvað?)... » | Sumir eru sér, aðrir eru hér » | Don't worry, be happy » | Er þetta ekki Húsasmiðjan? NEI þetta er BYKO. Hálf... » | Say what » | y = ax + b » | Hrumpf » | Veiðivötn » | Já, » | Er gaman að blogga? » 

miðvikudagur, ágúst 31, 2005 

The truth is out there


Í gær fóru ég og Hlynur í til Emil Hallfreðs, leikmann Tottenhams, til að sækja seríur 2,3, og 4 af X-files. Maðurinn æfir með Edgar Davids! Emil kom út að bílnum með seríurnar og tók í höndina á okkur. Þess má geta að hann er komið með sítt að aftan. Allavega, á leiðinni heim fór bíllinn hans Hlyns eitthvað að hökta og á endanum fór hann að drepa á sér í hvert skipti sem hann stöðvaðist. Urðum við þess valdandi að enginn bíll komst yfir á beygjuljósum einnar mestu umferðaræðar Reykjavíkur. Þetta var hálfgert æfingarakstur deja vú.

Núnu vorum við Hlynur að horfa á einn ógnvænlegasta X-Files þátt sem gerður hefur verið. Hann fjallaði um flatorm eða þráðorm (spyrjið Jóhönnu) sem hafði stökkbreyst þannig að hann var á stærð við mann. Hann faldi sig í skólpræsunum og átti það til að skríða upp úr klósettum og bíta fólk í rassinn. Þegar ég sá þáttinn í fyrsta skiptið varð ég svo hræddur að ég gat varla setið á klósettinu.

Skrifað af Jóni Emil -